KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) þann 21. mars 2024 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 10% af útgefnum hlutum í félaginu, m.a. í þeim tilgangi að stjórn gæti komið á formlegri endurkaupaáætlun. Heimild stjórnar Kviku til endurkaupa var endurnýjuð á aðalfundi Kviku þann 26 Mars 2025.

Á grundvelli þeirrar samþykktar ákvað stjórn Kviku þann 27. febrúar 2025 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum fyrir allt að 5.000.000.000 kr. að kaupvirði en aldrei fleiri hluti en 400.000.000, í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé bankans. Í dag á Kvika 134.410.410 eigin hluti og hefur Kvika þegar nýtt 2.500.000.000 kr. af fyrrgreindri heimild til kaupa á 163.590.409 eigin hlutum í fyrri hluta endurkaupaáætlunarinnar sem lauk þann 12. maí 2025, sbr. fyrri tilkynningar þar um.

Arion banki hf. mun hafa umsjón með framkvæmd seinni hluta endurkaupaáætlunarinnar fyrir fjárhæð allt að kr. 2.500.000.000 og taka allar ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð Kviku. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög, þ.m.t. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 sem tóku gildi á Íslandi 1. september 2021. Þegar ákvarðanir eru teknar, og í framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar, skal fara eftir framangreindum ákvæðum, eins og við á, og gagnsæi tryggt í viðskiptum með eigin bréf tryggt við framkvæmd áætlunarinnar.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er þannig að kaup að nafnvirði hvers dags verða að hámarki 6.893.138 hlutir og skal hámarksverð í kaupum vera verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í Kauphöll Nasdaq Iceland. Arion banki hf. hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup þann 26. maí 2025 og endurkaupaáætlunin er í gildi til aðalfundar Kviku á árinu 2026 eða þar til endurkaupum að kaupvirði 2.500.000.000 kr. er lokið eða 236.409.591 hlutir hafa verið keyptir, hvort sem gerist fyrr.

Viðskipti bankans með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglur.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu 



EN
22/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Notification regarding execution of buyback programm...

Kvika banki hf.: Notification regarding execution of buyback programme At the Annual General Meeting of Kvika banki hf. (“Kvika” or the “bank”) on 21 March 2024, the shareholders approved to authorise the board of directors to buy up to 10% of issued shares in the bank, to among other things enable the board of directors to carry out a formal buyback programme. The authorisation for the board of directors to engage in buyback of shares was renewed at the Annual General Meeting on 26 March 2025. On the basis of that approval, the board of directors of Kvika decided on 27 February 2025 to e...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) þann 21. mars 2024 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 10% af útgefnum hlutum í félaginu, m.a. í þeim tilgangi að stjórn gæti komið á formlegri endurkaupaáætlun. Heimild stjórnar Kviku til endurkaupa var endurnýjuð á aðalfundi Kviku þann 26 Mars 2025. Á grundvelli þeirrar samþykktar ákvað stjórn Kviku þann 27. febrúar 2025 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum fyrir allt að 5.000.000.000 kr. að kaupvir...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - endurkaupum lokið Í vikum 19 og 20 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 14.902.447 eigin hluti að kaupverði 202.578.769 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð5.5.202509:49:56 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202511:39:44 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202514:14:34 500.000     13,65 6.825.000     6.5.202509:36:56 1.000.000     13,60 13.600.000     6.5.202514:53:14 2.000.000     13,58 27.150.000     7.5.2025...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme...

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme – buy-back is completed In weeks 19 and 20 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 14,902,447 of its own shares at the purchase price ISK 202,578,769. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price5.5.202509:49:56 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202511:39:44 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202514:14:34 500,000     13.65 6,825,000     6.5.202509:36:56 1,000,000     13.60 13,600,000     6.5.202514:53:14 2,000,000     13.58 27,150,000     7.5.202510:10:53 1...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025 At a board meeting on 7 May 2025, the Board of Directors and the CEO approved the condensed interim consolidated financial statements of Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) group for the first quarter of 2025. Highlights of performance in the first quarter (Q1 2025) Post-tax profit of the group amounted to ISK 2,086 million in Q1 2025, compared to ISK 1,083 million in Q1 2024, an increase of ISK 1,003 million or 92.6% from previous year.Pre-tax profit from continuing operations, adjusted for non-recurring items, amounted to ISK 1,590 mil...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch