KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Tilkynning um nýtingu áskriftarréttinda, innlausn kauprétta og hækkun hlutafjár

Kvika banki hf.: Tilkynning um nýtingu áskriftarréttinda, innlausn kauprétta og hækkun hlutafjár

Stjórn Kviku banka hf. („Kvika“ eða „félagið“) hefur síðan á síðasta stjórnarfundi tekið fyrir 18 tilkynningar eigenda áskriftarréttinda að hlutum í félaginu, að nafnvirði samtals 16.433.327 kr., um nýtingu réttindanna.

Allar tilkynningarnar eru vegna áskriftarréttinda sem gefin voru út og seld á árinu 2017 á grundvelli bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum félagsins. Framangreint felur í sér nýtingu á áskriftarréttindum að samtals 16.433.327 nýjum hlutum. Kaupverð hinna nýju hluta nemur kr. 109.662.961 og því er reiknað meðalgengi 6,673205.

Með vísan til samninga um útgáfu áskriftarréttindanna er stjórn skylt að hækka hlutafé til að mæta skuldbindingum samkvæmt réttindunum og gefa út hlutafé, skrá rétthafa í hlutaskrá og tryggja skráningu þeirra sem rétthafa í verðbréfamiðstöð, sbr. lög nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga.

Á árinu 2017 gaf Kvika út almenna kauprétti til starfsmanna á grundvelli kaupréttaráætlunar sem staðfest var af Ríkisskattstjóra á grundvelli 10. gr. tekjuskattslaga. Tilkynningar um innlausn bárust frá 80 aðilum um innlausn kaupréttarins. Um er að ræða innlausn á kauprétti að samtals 7.303.425 hlutum á reiknuðu meðalgengi 6,4649602. Kaupverð hluta vegna innlausna kauprétta nemur samtals kr. 47.216.352.

Stjórn nýtti í dag heimild sína samkvæmt i) B. lið bráðabirgðaákvæðis I við samþykktir félagsins og ii) bráðabirgðaákvæði IV við samþykktir félagsins, til að hækka hlutafé félagsins samtals um kr. 23.763.752 (þ.e. kr. 16.433.327 + kr. 7.303.425), úr kr. 2.053.582.426 í kr. 2.077.319.178 að nafnvirði, með útgáfu nýrra hluta. Samtals skulu greiddar kr. 156.879.313 til félagsins fyrir hið nýja hlutafé.

Samkvæmt B. lið bráðabirgðaákvæðis I við samþykktir félagsins er stjórn heimilt að hækka hlutafé um allt að kr. 50.000.000 að nafnvirði í þeim tilgangi að uppfylla kaupréttarsamninga í samræmi við kaupréttaráætlanir félagsins. Stjórn nýtti þessa heimild í fyrsta sinn í dag og þar sem ekki eru fyrir hendi frekari kaupréttaráætlanir eða samningar á grundvelli slíkra áætlana hjá félaginu mun stjórn að öllu óbreyttu leggja það fyrir á næsta aðalfundi að frekari heimild til hlutafjáraukningar samkvæmt B. lið bráðabirgðaákvæðis I verði felld út.

Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og óskað verður eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Tilkynning þessi er í samræmi við verklag sem félagið tilkynnti um þann 19. september 2019.

EN
28/09/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026 Kvika banki hf. plans to publish its interim and annual financial statements and host its Annual General Meeting in 2026 according to the below financial calendar: DateEvent11.02.2026Fourth quarter and year-end results 202518.03.2026Annual General Meeting12.05.2026First quarter results 202612.08.2026Second quarter results 202604.11.2026Third quarter results 202610.02.2027Fourth quarter and year-end results 2026 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. Further information please ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Kvika banki hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum árið 2026: DagsetningViðburður11.02.2026Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2025/Ársuppgjör 202518.03.2026Aðalfundur12.05.2026Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 202612.08.2026Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 202604.11.2026Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 202610.02.2027Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2026/Ársuppgjör 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. N...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5....

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5.nóvember Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu 9  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 5.nóvember og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 6.nóvember kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins. Fundinu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch