KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Tilkynning um nýtingu áskriftarréttinda og hækkun hlutafjár

Kvika banki hf.: Tilkynning um nýtingu áskriftarréttinda og hækkun hlutafjár

Stjórn Kviku banka hf. („Kvika“ eða „félagið“) hefur síðan á síðasta stjórnarfundi tekið fyrir fjórar tilkynningar eigenda áskriftarréttinda að hlutum í félaginu, að nafnvirði samtals 5.166.667 kr., um nýtingu réttindanna.

Allar tilkynningarnar eru vegna áskriftarréttinda sem gefin voru út og seld á árinu 2017 á grundvelli bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum félagsins. Framangreint felur í sér nýtingu á áskriftarréttindum að samtals 5.166.667 nýjum hlutum. Kaupverð hinna nýju hluta nemur kr. 33.880.002 og því er reiknað meðalgengi 6,557419.

Með vísan til samninga um útgáfu áskriftarréttindanna er stjórn skylt að hækka hlutafé til að mæta skuldbindingum samkvæmt réttindunum og gefa út hlutafé, skrá rétthafa í hlutaskrá og tryggja skráningu þeirra sem rétthafa í verðbréfamiðstöð, sbr. lög nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga.

Stjórn nýtti í dag heimild sína samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra áskriftarréttinda. Hlutafé félagsins verður því hækkað um kr. 5.166.667 og mun eftir hækkun standa í kr. 1.976.215.763 að nafnvirði, með útgáfu nýrra hluta. Heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis IV mun í kjölfar hækkunar vera 507.266.686 kr. að nafnvirði.

Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og óskað verður eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Tilkynning þessi er í samræmi við verklag sem félagið tilkynnti um þann 19. september 2019.

EN
10/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - endurkaupum lokið Í vikum 19 og 20 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 14.902.447 eigin hluti að kaupverði 202.578.769 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð5.5.202509:49:56 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202511:39:44 1.000.000     13,70 13.700.000     5.5.202514:14:34 500.000     13,65 6.825.000     6.5.202509:36:56 1.000.000     13,60 13.600.000     6.5.202514:53:14 2.000.000     13,58 27.150.000     7.5.2025...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme...

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme – buy-back is completed In weeks 19 and 20 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 14,902,447 of its own shares at the purchase price ISK 202,578,769. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price5.5.202509:49:56 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202511:39:44 1,000,000     13.70 13,700,000     5.5.202514:14:34 500,000     13.65 6,825,000     6.5.202509:36:56 1,000,000     13.60 13,600,000     6.5.202514:53:14 2,000,000     13.58 27,150,000     7.5.202510:10:53 1...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025 At a board meeting on 7 May 2025, the Board of Directors and the CEO approved the condensed interim consolidated financial statements of Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) group for the first quarter of 2025. Highlights of performance in the first quarter (Q1 2025) Post-tax profit of the group amounted to ISK 2,086 million in Q1 2025, compared to ISK 1,083 million in Q1 2024, an increase of ISK 1,003 million or 92.6% from previous year.Pre-tax profit from continuing operations, adjusted for non-recurring items, amounted to ISK 1,590 mil...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 7. maí 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir fyrsta ársfjórðung 2025. Helstu atriði í afkomu fyrsta ársfjórðungs (1F 2025) Hagnaður eftir skatta nam 2.086 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.083 m.kr. á 1F 2024 og eykst um 1.003 m.kr. eða 92,6%.Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi, leiðréttur fyrir einskiptisliðum, nam 1.590 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.215 m.kr. á 1F 2024 og hækkar því um 375 m.kr. frá fyrra ári eða 31%.  Óleiðréttur hag...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme In week 18 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 20,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 271,450,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price28.4.202509:54:51 2,000,000     13.83 27,650,000     28.4.202513:37:37 2,000,000     13.75 27,500,000     28.4.202514:28:42 2,000,000     13.75 27,500,000     29.4.202511:18:59 2,000,000     13.53 27,050,000     29.4.202514:29:59 2,000,000     13.45 26,900,000     30.4.202510:00:51 2,000,000     13.40 26,80...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch