MAREL Marel hf.

Marel: Nýir samningar um viðskiptavakt í Euronext Amsterdam við ABN AMRO Bank og Kepler Cheuvreux

Marel: Nýir samningar um viðskiptavakt í Euronext Amsterdam við ABN AMRO Bank og Kepler Cheuvreux

Marel hf. hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Marel hf. í Euronext kauphöllinni í Amsterdam, við ABN AMRO Bank N.V. og Kepler Cheuvreux S.A. 

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.

Í samræmi við reglur Euronext Amsterdam skulu viðskiptavakarnir vera til staðar með kaup- og sölutilboð 15 mínútum fyrir opnun sem og allan opnunartíma kauphallar. Viðskiptavakarnir starfa sjálfstætt og óháð hvor öðrum, fyrir eigin reikning og á eigin áhættu.

Viðskiptavakarnir skulu á hverjum tíma setja fram kaup- og sölutilboð fyrir að lágmarki 5.000 evrur hvor um sig.

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 3% samkvæmt samningnum við Kepler Cheuvreux. Samkvæmt samningnum við ABN AMRO Bank skal hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum vera 3% ef markaðsverð hlutabréfanna er hærra en 4 evrur á hlut, en 0,12 evrur á hlut ef markaðsverð hlutabréfanna er jafnt og, eða lægra en, 4 evrur á hlut.  

Samningarnir sem taka gildi þann 22. apríl 2020 eru til eins árs, samningurinn við Kepler Cheuvreux er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara og samningurinn við ABN AMRO Bank er uppsegjanlegur án fyrirvara.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.

EN
20/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Marel hf.

Martijn Den Drijver
  • Martijn Den Drijver

MAREL HF : A solid quarter, 2024 guidance to be met, slight delay in J...

>Beats on order intake and EBIT (margin), sales a miss, ND/EBITDA down - MAREL beat css on order intake which is encouraging, also because order intake is up both QoQ and YoY (+3%). Sales of €387m missed css by 4%, primarily because of 1/ weak ad-hoc orders as order intake has been weak for a few quarters now and 2/weak sales in Poultry and Fish. Adjusted EBIT came in at €36.2m or a margin of 9.4% versus css of €33.4m or a margin of 8.3%. That is a beat of 8% on adj....

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch