MAREL Marel hf.

Marel: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Marel: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 15 keypti Marel hf. 474.993 eigin hluti að kaupverði 270.843.005 kr. eins og nánar er tilgreint hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð

(gengi)
  Kaupverð (kr)
6.4.202013:02  50.000   557   27.850.000 
6.4.202014:21  40.000   564   22.560.000 
6.4.202015:01  217.895   565   123.110.675 
7.4.202010:28  60.000   580   34.800.000 
8.4.202009:46  30.000   584   17.520.000 
8.4.202010:48  7.000   585   4.095.000 
8.4.202012:04  50.000   583   29.150.000 
8.4.202013:13  20.000   585   11.700.000 
8.4.202013:50  98   585   57.330 
Samtals    474.993



 
   270.843.005



 

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 10. mars 2020 og var gerð í samræmi við þágildandi heimild aðalfundar Marel hf. þann 6. mars 2019 til kaupa á eigin bréfum, sem endurnýjuð var á aðalfundi félagsins þann 18. mars 2020.

Marel hf. átti 15.731.509 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum 16.206.502 eigin hluti eða sem nemur 2,10% af útgefnum hlutum í félaginu.

Marel hf. hefur keypt samtals 5.432.688 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,70% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 2.807.568.850 kr.

Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 25.000.000 hlutum eða sem nemur 3,2% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlunin er í gildi á tímabilinu 11. mars 2020 til og með 4. september 2020.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið:  og í síma .

Um Marel

Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan árið 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam í júní 2019.

EN
13/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Marel hf.

Martijn Den Drijver
  • Martijn Den Drijver

MAREL HF : A solid quarter, 2024 guidance to be met, slight delay in J...

>Beats on order intake and EBIT (margin), sales a miss, ND/EBITDA down - MAREL beat css on order intake which is encouraging, also because order intake is up both QoQ and YoY (+3%). Sales of €387m missed css by 4%, primarily because of 1/ weak ad-hoc orders as order intake has been weak for a few quarters now and 2/weak sales in Poultry and Fish. Adjusted EBIT came in at €36.2m or a margin of 9.4% versus css of €33.4m or a margin of 8.3%. That is a beat of 8% on adj....

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch