MAREL Marel hf.

Marel: Uppgjör annars ársfjórðungs 2020 birt 22. júlí, rafrænn afkomufundur 23. júlí 2020

Marel: Uppgjör annars ársfjórðungs 2020 birt 22. júlí, rafrænn afkomufundur 23. júlí 2020

Marel hf. mun birta uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaðar þann 22. júlí 2020.

Rafrænn afkomufundur með markaðsaðilum

Fimmtudaginn 23. júlí 2020 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta. Fundurinn verður eingöngu rafrænn en þar munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.

Fundinum verður vefvarpað beint á og upptaka verður aðgengileg á /ir eftir fundinn.

Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn:

  • IS:
  • NL:
  • UK: 1
  • US:

Fjárhagsdagatal

  • 3F 2020 – 20. október 2020
  • 4F 2020 – 3. febrúar 2021

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.

EN
15/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Marel hf.

Martijn Den Drijver
  • Martijn Den Drijver

MAREL HF : A solid quarter, 2024 guidance to be met, slight delay in J...

>Beats on order intake and EBIT (margin), sales a miss, ND/EBITDA down - MAREL beat css on order intake which is encouraging, also because order intake is up both QoQ and YoY (+3%). Sales of €387m missed css by 4%, primarily because of 1/ weak ad-hoc orders as order intake has been weak for a few quarters now and 2/weak sales in Poultry and Fish. Adjusted EBIT came in at €36.2m or a margin of 9.4% versus css of €33.4m or a margin of 8.3%. That is a beat of 8% on adj....

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch