FESTI N1 Hf

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2021

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2021

Helstu niðurstöður

  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 6.875 millj. kr. samanborið við 5.785 millj. kr. á 3F 2020, sem samsvarar 18,8% hækkun milli ára.
  • EBITDA nam 3.346 millj. kr. samanborið við 2.586 millj. kr. á 3F 2020, sem jafngildir 29,3% hækkun.
  • Framlegð af vörusölu var 25,4% á 3F 2021 en framlegðin var 24,7% í sama fjórðungi árið áður.
  • Kostnaður vegna COVID-19 var 14 millj. kr. á 3F 2021 en var 108 millj. kr. á sama fjórðungi árið áður.
  • Eigið fé í lok 3F 2021 var 31.748 m.kr. og eiginfjárhlutfall 36,6% samanborið við 35,7% í lok árs 2020.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindinga voru 25.423 millj. kr. í lok 3F 2021 samanborið við 29.986 millj. kr. í lok 2020 sem er lækkun um 4.563 millj. kr. á milli ára.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2021 var hækkuð 29. september sl. um 600 millj. kr. og er nú 9.400 - 9.800 millj. kr.



Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:



„Áherslur okkar á bættan rekstur er áfram að skila sér á þriðja ársfjórðungi þar sem tekjur aukast um 15% en EBITDA um 29% miðað við sama tíma í fyrra. Reksturinn hjá öllum félögum samstæðunnar var umtalsvert betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.  Mikil vinna liggur hér að baki og vill ég nota tækifærið og þakka starfsmönnum fyrir þeirra frábæra starf. 

Áherslur hafa einnig verið á að auka enn við þjónustu og góða upplifun viðskiptavina með fjárfestingum í stafrænum lausnum.  Nýjasta birtingarmynd þeirrar vegferðar er „Skannað og skundað“ lausn Krónunnar sem gerir viðskiptavinum kleift að nota farsímann við innkaupin í verslunum félagsins. Nýjar vefverslanir ELKO og N1 hafa einnig farið í loftið á árinu með aukinni þjónustu við viðskiptavini okkar.

Áhrif COVID faraldursins gætti enn á ársfjórðungnum þó þau verði sífellt minni.  Aukin eftirspurn á heimsmarkaði ásamt hnökrum í mikilvægum aðfangakeðjum hefur leitt til vöruskorts og hækkandi vöruverðs á síðustu misserum.  Horfur í rekstrinum eru þó áfram mjög góðar og er félagið vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan“  segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.

Viðhengi



EN
28/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q3 2025 results

Festi hf.: Presentation of Q3 2025 results Festi hf. published its Q3 2025 results after market closing on 30 October 2025. Please find attached the Q3 2025 investor presentation for investor meeting held today, Friday 31 October 2025 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárfestakynning 3. ársfjórðungs 2025

Festi hf.: Fjárfestakynning 3. ársfjórðungs 2025 Festi hf. birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þann 30. október 2025. Meðfylgjandi má finna fjárfestakynningu 3F 2025 sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, föstudaginn 31. október 2025, kl. 8:30. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Financial results for Q3 2025

Festi hf.: Financial results for Q3 2025 Main results in Q3 2025 Sales of goods and services amounted to ISK 47,093 million, an increase of 6.4% between years but 9.1% without effects of changes in USD and fuel global market price.Margin from sales of goods and services amounted to ISK 12,057 million, an increase of 11.3% from the previous year.Profit margin was 25.6%, up by 1.1 p.p. from Q3 2024.  Profit margin would be 25.0% without effects of changes in USD and fuel global market price, an increase of 0.5 p.p. from same quarter last year.EBITDA amounted to ISK 5,319 million, increasing ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025 Helstu niðurstöður 3. ársfjórðungs 2025 Vörusala nam 47.093 millj. kr. sem er aukning um 6,4% milli ára en 9,1% án áhrifa breytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis milli ára.Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 12.057 millj. kr. sem er aukning um 11,3% á milli ára.Framlegðarstig nam 25,6% og hækkar um 1,1 p.p. frá 3F 2024.  Framlegðarstig væri 25,0% án áhrifa hreytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis, sem er hækkun um 0,5 p.p. milli ára.EBITDA nam 5.319 millj. kr. og hækkar um 12,2% milli ára.Hagnaður f...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Publication of Q3 2025 results on 30 October 2025 and inves...

Festi hf.: Publication of Q3 2025 results on 30 October 2025 and investor meeting on 31 October Festi will publish the Q3 2025 results on Thursday 30 October after closing of markets. Investor meeting on 31 October at 8:30 GMT. An investor meeting will be held on Friday 31 October 2025, at 8:30 am GMT, at the Company’s headquarters at Dalvegur 10 – 14, Kópavogur. Ásta S. Fjeldsted, CEO of Festi, and Magnús Kr. Ingason, CFO of Festi, will present the results and answer questions. The meeting will be streamed live on the Company’s website where registration for the webcast will also take p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch