Festi hf.: Birting uppgjörs 4F og 12M 2022, þann 8. febrúar 2023
Festi birtir uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2022 og fyrir árið 2022 eftir lokun markaða miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi.
Vefstreymi fyrir markaðsaðila 9. febrúar kl. 8:30
Vefstreymi fyrir markaðsaðila verður fimmtudaginn 9. febrúar kl. 8:30 þar sem Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri Festi og staðgengill forstjóra, mun kynna afkomu samstæðunnar og svara spurningum. Fundurinn hefst kl. 08:30.
Skráning á fundinn fer fram hér:
Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur í gegnum spjallþráð sem birtist fyrir neðan vefstreymið. Spurningum verður svarað að loknum kynningum.
Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu Festi:
