FESTI N1 Hf

Festi hf.: Hækkun hlutafjár vegna efnda á kaupréttarsamningum

Festi hf.: Hækkun hlutafjár vegna efnda á kaupréttarsamningum

Á fyrsta nýtingartímabili samkvæmt kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn Festi hf. (hér eftir „Festi“ eða félagið) og dótturfélaga, sem samþykkt var á aðalfundi 6. mars 2024, bárust tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 1.048.552 hluta í félaginu á genginu 187 á hvern hlut (kaupgengi aðlagað að teknu tilliti til arðgreiðslna frá gerð kaupréttarsamninga) eða fyrir heildarfjárhæð kr. 196.079.224.

Í tengslum við uppgjörið hefur stjórn Festi samþykkt að nýta heimild sína samkvæmt 5. mgr. 5. gr. í samþykktum félagsins, til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta skuldbindingum samkvæmt framangreindum kaupréttarsamningnum. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 1.048.552 hluti og mun eftir hækkun standa í kr. 312.548.552 að nafnvirði. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.

Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af Fyrirtækjaskrá Skattsins og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og óskað eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi – og Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrasviðs Festi – .



EN
19/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Notification regarding execution of a buyback program

Festi hf.: Notification regarding execution of a buyback program At the Annual General Meeting of Festi on March 5, 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors, pursuant to Article 55 of the Act on Public Limited Companies No. 2/1995, to purchase up to 10% of issued shares in the company. The purpose of the program is to reduce the company‘s share capital and/or to enable the company to meet its obligations according to stock option agreements with employees. The Board of Directors of Festi has, based on this mandate issued by the Annual General Meeting, decided on ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Aðalfundur Festi hf., sem haldinn var 5. mars 2025, veitti stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Tilgangur félagsins með endurkaupum er að lækka hlutafé félagsins og/eða að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsmenn. Stjórn Festi hf. hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar.  Áætlað er að kaupa að hámarki 2.500.000 eigin hluti í félaginu eð...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers transactions

Festi hf.: Managers transactions Please see the attached notifications.   Attachments

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Share option plan for employees of the Festi Group

Festi hf.: Share option plan for employees of the Festi Group In accordance with Festi’s remuneration policy, a share option plan, approved at the Company’s Annual General Meeting on March 6, 2024, is in effect based on Article 10 of the Income Tax Act No. 90/2003. The share option plan is valid for a period of three years, i.e., until May 2027, and applies to all permanent employees of the Festi Group. The objective of the plan is to align the interests of employees with the performance and long-term goals of the Company and its shareholders. Implementation of the share option plan was an...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch