FESTI N1 Hf

Festi hf.: Samkomulag um helstu skilmála vegna kaupa Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf.

Festi hf.: Samkomulag um helstu skilmála vegna kaupa Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf.

Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag sem tekur á helstu skilmálum vegna fyrirhugaðra kaupa Festi hf. á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.

Festi sérhæfir sig í rekstri smásölufyrirtækja og rekur m.a. Krónuna, N1 og ELKO ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetrar, víðs vegar um landið. Einnig rekur félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi var 131 milljarðar króna árið 2022.

Aðilar samkomulagsins munu í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings.  Samningaviðræðurnar byggja á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda.

Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.  Áætlanir Lyfju fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna.  Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljón hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og 6,0 milljarða með handbæru fé. 

Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum (i) að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning (ii) framkvæmd áreiðanleikakönnunar (iii) fjármögnun viðskiptanna (iv) að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna (v) samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir því að þeim ljúki á 1. ársfjórðungi 2024.

Nánar verður gerð grein fyrir viðskiptunum þegar kaupsamningur liggur fyrir.

Bætt þjónusta við viðskiptavini og lýðheilsa

„Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi.“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, sem mætti formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof.



EN
17/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 34

Festi hf.: Buyback program week 34 In week 34 2025, Festi purchased in total 165,000 own shares for total amount of 49,305,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Del...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 34

Festi hf.: Endurkaup vika 34 Í 34. viku 2025 keypti Festi alls 165.000 eigin hluti fyrir 49.305.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 33

Festi hf.: Buyback program week 33 In week 33 2025, Festi purchased in total 170,000 own shares for total amount of 50,990,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions D...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 33

Festi hf.: Endurkaup vika 33 Í 33. viku 2025 keypti Festi alls 170.000 eigin hluti fyrir 50.990.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lö...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch