FESTI N1 Hf

Festi hf.: Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar

Festi hf.: Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar



Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020.

Ásta Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá 2017. Hún starfaði fram til þess hjá þremur alþjóðlegum fyrirtækjum í meira en áratug: Fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri greininga-, umbóta- og umbreytingaverkefna. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi.  Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Það er mikill styrkur fyrir Festi að fá Ástu Sigríði til að taka að sér að leiða Krónuna og það reynslumikla starfsfólk sem þar starfar. Krónan hefur verið að gera frábæra hluti undanfarin ár og framundan eru miklar breytingar í rekstrarumhverfinu og þar kemur reynsla hennar okkur til góða,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.

„Ég tek með mikilli tilhlökkun við starfi framkvæmdastjóra þessa stóra og mikilvæga fyrirtækis. Öflug, hagkvæm og ábyrg matvöruverslun er einn lykilþátta í hagsæld okkar og lífskjörum almennings. Krónan er þar afskaplega spennandi fyrirtæki sem hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Krónan hefur á að skipa fjölda framúrskarandi starfsfólks sem hefur verið í fararbroddi á mörgum sviðum og munum við halda áfram því góða starfi, ásamt því að fást við þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaðnum.“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted.

Nánari upplýsingar veitir:

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi í síma 440 1000 /

EN
14/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 33

Festi hf.: Buyback program week 33 In week 33 2025, Festi purchased in total 170,000 own shares for total amount of 50,990,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions D...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 33

Festi hf.: Endurkaup vika 33 Í 33. viku 2025 keypti Festi alls 170.000 eigin hluti fyrir 50.990.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lö...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila Sjá meðfylgjandi tilkynningu. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 32

Festi hf.: Buyback program week 32 In week 32 2025, Festi purchased in total 160,000 own shares for total amount of 48,140,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price325.8.202513:21:2250.00030215.100.000326.8.202510:02:4540.00030112.040.000328.8.202510:13:5470.00030021.000.000   160.000 48.140.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and th...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch