Festi hf: Tilkynning frá Festi vegna málshöfðunar
Festi hefur borist stefna frá Bergorku ehf. þar sem félaginu er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra brota á tímabilinu allt frá desember 2018. Lýsir Bergorka því að ætluð brot Festi hafi falist í því að neita Bergorku um tilboð í eldsneyti á heildsöluverði, að svara ekki óskum um tilboð og gera tilboð sem ekki hafi verið í samræmi við 3. gr. sáttar Festi og Samkeppniseftirlitsins frá 30. júlí 2018.
Það er mat Festi að málsókn Bergorku sé tilhæfulaus. Hefur Festi því falið lögmanni að taka til varna í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjaness þann 10. september 2025.
