FESTI N1 Hf

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunnar

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunnar

Aðalfundur Festi hf., sem haldinn var 22. mars 2021, veitti stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Stjórn Festi hf. hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar.  Áætlað er að kaupa að hámarki 3.500.000 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 1,08% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 750 milljónum króna að kaupverði.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 250.000 hlutir sem jafngildir um 18% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi í ágúst 2021. Endurgjald fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq OMX á Íslandi, hvort sem er hærra.

Gert er ráð fyrir að endurkaup samkvæmt áætluninni hefjist mánudaginn 20. september 2021 og standi fram til 15. október 2021, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Markaðsviðskipti Arion banka hf. munu hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlun verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri Festi hf. ( ).



EN
20/09/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q3 2025 results

Festi hf.: Presentation of Q3 2025 results Festi hf. published its Q3 2025 results after market closing on 30 October 2025. Please find attached the Q3 2025 investor presentation for investor meeting held today, Friday 31 October 2025 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárfestakynning 3. ársfjórðungs 2025

Festi hf.: Fjárfestakynning 3. ársfjórðungs 2025 Festi hf. birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þann 30. október 2025. Meðfylgjandi má finna fjárfestakynningu 3F 2025 sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, föstudaginn 31. október 2025, kl. 8:30. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Financial results for Q3 2025

Festi hf.: Financial results for Q3 2025 Main results in Q3 2025 Sales of goods and services amounted to ISK 47,093 million, an increase of 6.4% between years but 9.1% without effects of changes in USD and fuel global market price.Margin from sales of goods and services amounted to ISK 12,057 million, an increase of 11.3% from the previous year.Profit margin was 25.6%, up by 1.1 p.p. from Q3 2024.  Profit margin would be 25.0% without effects of changes in USD and fuel global market price, an increase of 0.5 p.p. from same quarter last year.EBITDA amounted to ISK 5,319 million, increasing ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025 Helstu niðurstöður 3. ársfjórðungs 2025 Vörusala nam 47.093 millj. kr. sem er aukning um 6,4% milli ára en 9,1% án áhrifa breytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis milli ára.Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 12.057 millj. kr. sem er aukning um 11,3% á milli ára.Framlegðarstig nam 25,6% og hækkar um 1,1 p.p. frá 3F 2024.  Framlegðarstig væri 25,0% án áhrifa hreytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis, sem er hækkun um 0,5 p.p. milli ára.EBITDA nam 5.319 millj. kr. og hækkar um 12,2% milli ára.Hagnaður f...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Publication of Q3 2025 results on 30 October 2025 and inves...

Festi hf.: Publication of Q3 2025 results on 30 October 2025 and investor meeting on 31 October Festi will publish the Q3 2025 results on Thursday 30 October after closing of markets. Investor meeting on 31 October at 8:30 GMT. An investor meeting will be held on Friday 31 October 2025, at 8:30 am GMT, at the Company’s headquarters at Dalvegur 10 – 14, Kópavogur. Ásta S. Fjeldsted, CEO of Festi, and Magnús Kr. Ingason, CFO of Festi, will present the results and answer questions. The meeting will be streamed live on the Company’s website where registration for the webcast will also take p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch