Festi hf.:Tilkynning frá Arion banka samkvæmt samning um viðskiptavakt
Þann 12. mars sl. birti Festi tilkynningu frá Arion banka um að bankinn myndi beita heimild í samningi um viðskiptavakt sem heimilar að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum.
Arion banki hefur nú tilkynnt Festi að þrátt fyrir sérstakar aðstæður á mörkuðum hafi bankinn uppfyllt skyldur sínar sem viðskiptavaki samkvæmt samningnum að öðru leyti en um verðbil. Að mati bankans er ekki lengur fyrir hendi þörf á að beita ákvæði samningsins um frestun á skyldum vegna óviðráðanlegra atvika og gilda því ákvæði hans um verðbil og fjárhæðir nú að nýju.
Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi () og Magnús Kr. Ingason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi ().