ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Advanz Pharma semur við Alvotech um rétt til markaðssetningar þriggja fyrirhugaðra hliðstæða til viðbótar í Evrópu

Advanz Pharma semur við Alvotech um rétt til markaðssetningar þriggja fyrirhugaðra hliðstæða til viðbótar í Evrópu

  • Samningurinn felur í sér greiðslu við undirritun og áfangagreiðslur, samtals að upphæð allt að 23,1 milljarður króna (160 milljónir evra), en að auki munu samstarfsaðilarnir skipta með sér tekjum af sölu lyfjanna



  • Advanz Pharma öðlast einkarétt til markaðssetningar í Evrópu á þremur fyrirhuguðum líftæknilyfjahliðstæðum frá Alvotech, til viðbótar við fyrra samkomulag



  • Samið er um fyrirhugaðar hliðstæður við líftæknilyfin Ilaris (canakinumab), Kesimpta (ofatumumab) og ónefnt frumlyf



Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi, sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum, tilkynntu í dag að félögin hafi undirritað nýjan samning um framleiðslu og sölu þriggja fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða í Evrópu.

Nýi samningurinn veitir Advanz Pharma einkarétt til markaðssetningar í Evrópu á fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Ilaris (canakinumab), sem notað er til meðferðar við ýmsum bólgusjúkdómum, og Kesimpta (ofatumumab), sem notað er til meðferðar við meðferðar hjá fullorðnum með heila- og mænusigg með köstum (RMS). Þá er fyrirhuguð hliðstæða við ónefnt frumlyf einnig hluti af nýja samningnum. Samningurinn felur í sér greiðslu við undirritun og áfangagreiðslur, samtals að upphæð allt að 23,1 milljarður króna (160 milljónir evra), en að auki munu samstarfsaðilarnir skipta með sér tekjum af sölu lyfjanna.

„Það er okkur mikil ánægja að auka samstarfið við Advanz Pharma. Sameiginlega ætlum við að markaðssetja hliðstæður meira en tíu líftæknilyfja í Evrópu og koma þrjár fyrstu hliðstæðurnar á markað þegar á þessu ári. Alvotech býr nú yfir einu verðmætasta safni líftæknilyfjahliðstæða í þróun innan greinarinnar. Samningurinn sýnir hvaða möguleika til tekjusköpunar þetta forskot gefur Alvotech,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

„Með þessum samningi hefur Advanz Pharma öðlast rétt til að markaðssetja meira en tíu líftæknilyfjahliðstæður frá Alvotech. Tvær hliðstæðanna sem nú er samið um eru notaðar til meðferðar við sjaldgæfum sjúkdómum og undirstrikar það áhersluna sem við leggjum á að bæta aðgengi að lyfjum á þessu sviði. Líftæknilyfjahliðstæður eru hornsteinn í áætlunum Advanz Pharma um framtíðarvöxt og samstarfið við Alvotech mun jafnframt gera okkur kleift að veita sjúklingum úrvals þjónustu,“ sagði Steffen Wagner, forstjóri Advanz Pharma.

Áður höfðu Alvotech og Advanz Pharma samið um markaðssetningu fyrirhugaðra hliðstæða við Xolair (omalizumab), Simponi (golimumab), Entyvio (vedolizumab), Eylea (aflibercept) í lágum og háum styrk, Dupixent (dupilumab), Taltz (ixekizumab) og Tremfya (guselkumab). Samningarnir ná yfir sölu á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, Bretland og Sviss, en samningurinn um Xolair nær að auki yfir Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjáland. Samkvæmt gagnaveitunni IQVIA eru tekjur af sölu frumlyfja hliðstæðanna, á markaðssvæðinu sem samningar félaganna ná yfir, um 1.760 milljarðar króna á ári.

Notkun vörumerkja

Simponi og Tremfya eru skráð vörumerki Johnson & Johnson Inc. Xolair, Ilaris og Kesimpta eru skráð vörumerki Novartis AG. Eylea er skráð vörumerki Regeneron Pharmaceuticals, Inc. Entyvio er skráð vörumerki Millennium Pharmaceuticals, Inc. Dupixent er skráð vörumerki Sanofi Biotechnology. Taltz er skráð vörumerki Eli Lilly and Company.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
28/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Reports Results for the First Six Months of 2025 and Provides...

Alvotech Reports Results for the First Six Months of 2025 and Provides a Business Update Strong performance driven by over 200% growth in product revenues year-on-year Best quarter in Alvotech’s history in terms of operating cash flows Continued expansion of commercial partnerships for pipeline assets Alvotech listed on Nasdaq Stockholm Market Conference call and live webcast on Thursday August 14, 2025, 8:00 am ET (12:00pm GMT) REYKJAVIK, Iceland, Aug. 13, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO, or the “C...

 PRESS RELEASE

Alvotech Reports Results for the First Six Months of 2025 and Provides...

Alvotech Reports Results for the First Six Months of 2025 and Provides a Business Update Strong performance driven by over 200% growth in product revenues year-on-year Best quarter in Alvotech’s history in terms of operating cash flowsContinued expansion of commercial partnerships for pipeline assetsAlvotech listed on Nasdaq Stockholm MarketConference call and live webcast on Thursday August 14, 2025, 8:00 am ET (12:00pm GMT) REYKJAVIK, Iceland, August 13, 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO, or the “Company”), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimil...

 PRESS RELEASE

Alvotech birtir uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins og kynnir nýjus...

Alvotech birtir uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins og kynnir nýjustu áfanga í rekstri félagsins Yfir 200% aukning á tekjum af sölu lyfja á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrraAnnar ársfjórðungur sá besti í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri Nýir samningar um markaðsetningu endurspegla virði lyfja á fyrri stigum þróunarBréf Alvotech skráð á Nasdaq markaðinn í StokkhólmiKynning á uppgjörinu í beinu streymi fimmtudaginn 14. ágúst kl. 12 á hádegi (á ensku) REYKJAVIK, 13. ágúst 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO) birtir í dag uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins og...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First H...

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First Half of 2025 on August 14, 2025, at 8:00 am EDT REYKJAVIK, ICELAND (August 6, 2025) – Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specialized in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that it will release financial results for the first half of the year ended June 30, 2025, after U.S. markets close on Wednesday, August 13, 2025.  Alvotech will also conduct a conference call to present the financial results and recent business highlights on Thursday August 14, ...

 PRESS RELEASE

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. ...

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. kl. 12 á hádegi REYKJAVÍK (6. ágúst 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO) mun senda út tilkynningu með uppgjöri fyrir fyrri helming ársins 2025 eftir lokun markaða í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 13. ágúst nk. Fundur til kynningar á uppgjörinu verður sendur út í beinu streymi og hefst hann kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 14. ágúst nk. Streymi af uppgjörsfundinum, sem fer fram á ensku, verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Alvotech, , á slóðinni . Þar verður einnig hægt að finna upptöku af fundinum eftir að honum er lokið, sem aðgengil...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch