ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech birtir nýjar upplýsingar um stöðu umsóknar um markaðsleyfi fyrir AVT04 í Bandaríkjunum

Alvotech birtir nýjar upplýsingar um stöðu umsóknar um markaðsleyfi fyrir AVT04 í Bandaríkjunum

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði móttekið svar frá Lyfja- og matvælaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) við umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT04, sem er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Stelara (ustekinumab). Í svarinu kemur fram að umsóknin verði ekki afgreidd að svo stöddu.

Eins og gert hafði verið ráð fyrir, kveðst FDA ekki geta veitt markaðsleyfi fyrir AVT04 í Bandaríkjunum, fyrr en Alvotech hefur brugðist með fullnægjandi hætti við ábendingum sem eftirlitið greindi félaginu frá í lok úttektar á framleiðsluaðstöðu félagsins í Reykjavík, í mars sl. FDA gerir engar aðrar athugasemdir við innihald umsóknarinnar. Alvotech hyggst leggja umsóknina inn til FDA að nýju innan skamms. Lyfjaeftirlitinu ber að stefna að því að afgreiða endurnýjaða umsókn um markaðsleyfi innan sex mánaða frá því að hún er móttekin.

„AVT04 var nýlega veitt markaðsleyfi í Japan og umsóknir um markaðsleyfi fyrir AVT04 bíða nú afgreiðslu á öðrum stórum mörkuðum. Byggt á nýjustu samskiptum okkar við FDA, gerum við ráð fyrir að úttekt á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík geti farið fram snemma á nýju ári. Við hlökkum til að geta boðið sjúklingum í Bandaríkjunum upp á þetta mikilvæga meðferðarúrræði í febrúar 2025, í samræmi við samkomulag sem gert var í sumar,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

Í júní sl. , sem hefur einkarétt til markaðssetningar á AVT04 í Bandaríkjunum, að þau hefðu náð samkomulagi við Johnson & Johnson, framleiðanda Stelara. Samkomulagið veitir félögunum rétt til að hefja sölu á AVT04 í Bandaríkjunum, að fengnu markaðsleyfi frá FDA, eigi síðar en 21. febrúar 2025.

Um AVT04 (ustekinumab)

AVT04 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Stelara (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma [1]. AVT04 hefur hlotið markaðsleyfi í Japan. Umsóknir um markaðsleyfi liggja fyrir á öðrum stórum markaðssvæðum.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

[1] . Stelara er skráð vörumerki Jansen Pharmaceutical N.V.

Alvotech, forstöðumaður fjárfestatengsla- og samskiptasviðs

Benedikt Stefánsson



EN
12/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Launches $100 Million Senior Unsecured Convertible Bond Offer...

Alvotech Launches $100 Million Senior Unsecured Convertible Bond Offering to Continue Strong Investment in R&D, Support Manufacturing, Global Product Launches and Enhance Liquidity Position, reaffirms 2025 outlook and provides 2026 guidance THIS PRESS RELEASE MAY NOT BE DISTRIBUTED, RELEASED, OR PUBLISHED, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO AUSTRALIA, BELARUS, CANADA, HONG KONG, JAPAN, NEW ZEALAND, RUSSIA, SWITZERLAND, SINGAPORE, SOUTH AFRICA, SOUTH KOREA, THE UNITED STATES OF AMERICA OR ANY OTHER JURISDICTION IN WHICH SUCH ACTIONS, WHOLLY OR IN PART, WOULD BE UNLAWFUL OR DEMAND ADDITIONAL ...

 PRESS RELEASE

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir banda...

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala til að viðhalda fjárfestingu í lyfjaþróun, framleiðslu, markaðssetningu og styrkja lausafjárstöðu, staðfestir afkomuspá 2025 og birtir afkomuspá ársins 2026 REYKJAVÍK - (16. DESEMBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið efni til útboðs á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð 100 milljónir dollara með gjalddaga á árinu 2030. Fjármögnuninni er ætlað að styðja við áframhaldandi fjárfestingu félagsins í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja, sem áætluð er að verði 250 milljónir bandar...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgev...

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab) in the European Economic Area REYKJAVIK, Iceland, Nov. 24, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Commission (EC) has approved AVT03 as a biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab). The European denosumab market is currently valued at approximately US$1.2 billion across all indications, based on originator sales in the last 12 months inclu...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgev...

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab) in the European Economic Area REYKJAVIK, ICELAND (November 25, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Commission (EC) has approved AVT03 as a biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab). The European denosumab market is currently valued at approximately US$1.2 billion across all indications, based on originator sales in the last 12 months including the second...

 PRESS RELEASE

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu A...

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfin Prolia og Xgeva         REYKJAVÍK, 25. NÓVEMBER 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu við líftæknilyfin Prolia og Xgeva, sem bæði innihalda virka efnið denosumab. Tekjur af sölu Prolia og Xgeva í Evrópu síðustu tólf mánuði, fram til loka annars ársfjórðungs þessa árs, námu um 150 milljörðum króna (1,2 milljörðum dollara) samkvæmt gagnaveitunni IQVIA.  Lyfin eru notuð til meðf...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch