ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech leggur áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og birtir upplýsingar fyrir árin 2020 og 2021

Alvotech leggur áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og birtir upplýsingar fyrir árin 2020 og 2021

  • Alvotech birtir gögn um um mælikvarða tengda árangri í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (e. ESG) fyrir árin 2020 og 2021.
  • Starfsemin var kolefnishlutlaus árin 2020 og 2021 að teknu tilliti til fyrsta og annars stigs losunar.
  • Sérstakt vefsetur um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð er nú aðgengilegt á heimasíðu fyrirtækisins
  •  Róbert Wessman stofnandi Alvotech: „Við teljum að áhrif líftæknilyfjahliðstæða á samfélagið geti verið afar jákvæð á komandi árum þegar heilbrigðiskerfi heimsins þurfa að takast á við mikinn kostnað sem fylgir meðferð með líftæknilyfjum.“

Alvotech kynnti í dag að fyrirtækið hefði birt upplýsingar um mælikvarða á frammistöðu í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (á ensku Environment, Social and Governance eða ESG) fyrir árin 2020 og 2021, til að auka gagnsæi fyrir alla hagaðila. Upplýsingar um þessa mælikvarða eru nú aðgengilegar á sérstöku vefsetri sem er hluti af heimasíðu fyrirtækisins, á slóðinni .

„Við teljum að áhrif líftæknilyfjahliðstæða á samfélagið geti verið afar jákvæð á komandi árum þar sem heilbrigðiskerfi heimsins þurfa að takast á við að draga úr kostnaði við meðferð með líftæknilyfjum,“ sagði Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Auk þess gefur framleiðsla og útflutningur frá Íslandi Alvotech umtalsvert forskot alþjóðlega, þar sem við getum byggt á nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og sterkri umgjörð á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.“

Líftæknihliðstæðulyf hafa sömu klínísku virkni og líftæknilyf, en bjóða sjúklingum og greiðendum lyfja ódýrari kost fyrir sömu meðferð. Líftæknilyfjahliðstæður geta því aukið aðgengi að meðferðarúrræðum sem geta bætt lífsgæði sjúklinga og stuðlað að aukinni sjálfbærni í rekstri heilbrigðiskerfa.

Höfuðstöðvar Alvotech, sérhæft nýsköpunarsetur fyrirtækisins þar sem líftæknilyfjahliðstæður eru framleiddar og stór hluti aðstöðu til rannsókna- og þróunar eru í Reykjavík, þar sem öll raf- og varmaorka er af endurnýjanlegum uppruna.   Höfuðstöðvar fyrirtækisins á Sæmundargötu, eru vel búnar á öllum stigum í framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða og verða með getu til að anna útflutningi til allra markaðssvæða erlendis.

„Birting þessara gagna í dag er fyrsta skref okkar til að efna til góðs samtals við hagsmunaaðila og sýna með skýrum hætti ríka áherslu á sjálfbærni,“ sagði Mark Levick, forstjóri Alvotech. „Við teljum að markmiðssetning á þessu sviði muni gera okkur að betri samstarfsaðila og framleiðanda og styrkja reksturinn en frekar.“

Sjálfbærnimál heyra nú undir Ming Li, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Alvotech. Ming mun vinna náið með framkvæmdastjórn og stjórn fyrirtækisins til að samræma stefnu og útfærslu á verkefnum á þessu sviði.

Helstu áfangar sem lokið er fram að þessu:

  • Greining á mikilvægi og áhættu í samanburði viðsambærileg fyrirtæki,
  • Skipulag gagnaöflunar og birtingar á mælikvörðum fyrir árin 2020 og 2021.
  • Kolefnishlutleysi náð (fyrsta og annars stig losunar).
  • Jafnlaunastefna og útgáfa árlegrar jafnréttisskýrslu innleidd frá árinu 2021.
  • Árleg könnun á viðhorfi starfsfólks innleidd frá árinu 2020.
  • Bættir stjórnarhættir með innleiðingu margs konar reglna fyrir starfsmenn félagsins eins og til dæmis stefnu um siðareglur í viðskiptum, jafnfrétti, reglur gegn áreiti eða einelti á vinnustað og fleira.
  • .
  • Gengið til liðs við .

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Frekari upplýsingar veitir:

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfestatengsla og samskiptasviðs

Alvotech fjárfestatengsl





EN
29/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila

Leiðrétting: Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila Í viðhengi er tilkynning um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF), um kaup Alvogen Lux Holdings S.ár.l. á 210,000 hlutum í Alvotech á genginu 1.277,38 krónur á hlut. Alvogen Lux Holdings er annar stærsti hluthafi Alvotech. Stærstu hluthafar Alvogen Lux Holdings eru fjárfestingasjóðirnir CVC (40%), Aztiq (30%) og Temasek (20%). (Leiðréttingin varðar fjölda keyptra hluta, sem voru sagðir 201,000 í upprunalegu ís...

 PRESS RELEASE

Transactions of Managers and Closely Associated Persons

Transactions of Managers and Closely Associated Persons Attached is a copy of a filing with the Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF) regarding transactions of managers and closely associated persons, announcing the acquisition of 210,000 shares in Alvotech at ISK 1,277.38, by Alvogen Lux Holdings S.ár.l., the second largest shareholder in Alvotech. Alvogen Lux Holdings' largest shareholders are CVC (40%), Aztiq (30%) and Temasek (20%). Attachment

 PRESS RELEASE

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila Í viðhengi er tilkynning um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF), um kaup Alvogen Lux Holdings S.ár.l. á 201,000 hlutum í Alvotech á genginu 1.277,38 krónur á hlut. Alvogen Lux Holdings er annar stærsti hluthafi Alvotech. Stærstu hluthafar Alvogen Lux Holdings eru fjárfestingasjóðirnir CVC (40%), Aztiq (30%) og Temasek (20%). Viðhengi

 PRESS RELEASE

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the Bof...

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the BofA Securities Healthcare Conference 2025 in Las Vegas, Nevada   Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today its participation in the BofA Securities Healthcare Conference 2025, which will be held in Las Vegas, Nevada, May 13-15, 2025. Members of the management team will host one-on-one meetings at the conference. Alvotech will also be participating in a fireside chat on Wednesday, May 14, 2025, at 11:40 am...

 PRESS RELEASE

Alvotech fundar með fjárfestum á heilbrigðisráðstefnu BofA Securities ...

Alvotech fundar með fjárfestum á heilbrigðisráðstefnu BofA Securities í Las Vegas og situr fyrir svörum Alvotech (NASDAQ: ALVO) tekur þátt í árlegri heilbrigðisráðstefnu BofA Securities í Las Vegas, Nevada sem haldin verður í dagana 13.–15. maí nk. Fulltrúar félagsins funda með fjárfestum og sitja fyrir svörum hjá greinanda bankans á heilbrigðissviði, miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 15:40–16:10. Hægt verður að hlýða á hljóðupptöku af samtalinu við greinanda BofA Securities í beinu streymi. Þá verður upptaka aðgengileg á vefsíðu félagsins í 90 daga eftir að ráðstefnunni lýkur. Upplýsingar um ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch