ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech og STADA auka aðgengi sjúklinga að Hukyndra® (adalimumab) í Evrópu

Alvotech og STADA auka aðgengi sjúklinga að Hukyndra® (adalimumab) í Evrópu

  • Hukyndra® (adalimumab) kemur nú á markað í Belgíu, Búlgaríu, Lettlandi, Króatíu, Rúmeníu, Slóveníu og Tékklandi en við það eykst aðgengi sjúklinga að adalimumab í háum styrk í Evrópu
  • Áður var markaðssetning á Hukyndra hafin í Austurríki, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Litáen, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss
  • Adalimumab er fyrsta lyfið sem markaðssett er af Alvotech og STADA samkvæmt samstarfssamningi sem kynntur var í nóvember 2019 og nær til líftæknilyfjahliðstæða við sjálfsofnæmissjúkdómum, augnsjúkdómum og krabbameini

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og STADA hafa aukið aðgengi sjúklinga að hágæða líftæknilyfjum í Evrópu með markaðssetningu og sölu á Hukyndra (adalimumab) lyfinu í fleiri Evrópulöndum.

Alvotech framleiðir lyfið í fullkominni lyfjaverksmiðju fyrirtækins í Reykjavík og er það í boði í áfylltri sprautu og áfylltum lyfjapenna. Í kjölfar markaðssetningar og sölu lyfsins á fyrstu Evrópumörkuðunum í júní sl. hefur STADA nú einnig hafið sölu á Hukyndra í gegnum dótturfélög sín í Belgíu, Búlgaríu, Lettlandi,  Króatíu, Rúmeníu, Slóveníu og Tékklandi. STADA styður við markaðssetningu Hukyndra í hverju landi fyrir sig með útgáfu sérsniðins fræðsluefnis og þjónustu við sjúklinga sem nýta sér lyfið.

„Það er mikil þörf meðal sjúklinga um alla Evrópu fyrir líftæknilyf gegn sjálfsofnæmissjúkdómum sem ekki hefur verið hægt að mæta, þar á meðal fyrir adalimumab,“ sagði Bryan Kim, stjórnandi sérlyfjadeildar STADA. „Með markaðssetningu Hukyndra í fleiri Evrópulöndum, sýnum við í verki þá stefnu okkar að auka beri aðgengi sjúklinga að þessum mikilvægu meðferðarúrræðum. Við hlökkum til að vinna með Alvotech að því að gera sjúklingum og meðferðaraðilum kleift að nálgast hágæða líftæknilyfjahliðstæður.“

Anil Okay, viðskiptastjóri Alvotech bætti við: „Við erum afar ánægð með viðtökur Hukyndra á Evrópumarkaði og teljum að lyfjapenni okkar sem hannaður var með þægindi sjúklinga í huga sé ein ástæða þessarar velgengni. Samstarfið við STADA gerir okkur kleift að auka enn aðgengi sjúklinga í Evrópu að hagstæðum líftæknilyfjum og er það sameiginlegt markmið fyrirtækjanna.“

Alvotech og STADA tilkynntu um samstarfssamning sinn í nóvember 2019 og náði hann yfir fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður við sjálfsofnæmissjúkdómum, augnsjúkdómum og krabbameini. Alvotech sér um alla þróun og framleiðslu en STADA markaðssetningu og sölu.

STADA fékk markaðsleyfi frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir Hukyndra (adalimumab) í  og nær það til 27 aðildarríkja ESB, auk Íslands, Liechtenstein og Noregs. Í kjölfarið var markaðsleyfi einnig veitt í Sviss og Bretlandi.

Um Hukyndra (adalimumab)

AVT02 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Humira® (adalimumab), sem binst sértækt við tumor necrosis factor. Hukyndra hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópusambandinu, Noregi, Lichtenstein, á Íslandi, í Bretlandi, Sviss. Sama líftæknilyfjahliðstæða er með markaðsleyfi í Kanada (undir heitinu Simlandi) og í Ástralíu (undir heitunum Ciptunec og Ardalicip). Umsóknir um markaðsleyfi eru til umfjöllunar í mörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum. 

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
07/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercializ...

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercialization Agreement for Biosimilar Candidate to Cimzia® (certolizumab pegol) REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (July 1, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the companies have entered into a supply and commer...

 PRESS RELEASE

Advanz Pharma semur við Alvotech um markaðssetningu í Evrópu á hliðstæ...

Advanz Pharma semur við Alvotech um markaðssetningu í Evrópu á hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia REYKJAVÍK og LONDON, BRETLANDI (1. júlí 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Advanz Pharma tilkynntu í dag að félögin hafi gert með sér samning um markaðssetningu AVT10 í Evrópu. AVT10 er hliðstæða við líftæknilyfið Cimzia (certolizumab pegol) sem þróun stendur yfir á hjá Alvotech. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Advanz Pharma er með höfuðstöðvar í Bretlandi og markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. „Við erum eina fyrirtækið sem vinnur að þróun hli...

 PRESS RELEASE

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercializ...

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercialization Agreement for Biosimilar Candidate to Cimzia® (certolizumab pegol) REYKJAVIK, Iceland and LONDON, July 01, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) --  Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the companies have entered into a ...

 PRESS RELEASE

Alvotech and Advanz Pharma ingår europeiskt leverans- och kommersialis...

Alvotech and Advanz Pharma ingår europeiskt leverans- och kommersialiseringsavtal för biosimilarkandidat till Cimzia® (certolizumab pegol) REYKJAVIK, ISLAND och LONDON, UK (1 juli 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), ett globalt biofarmaceutiskt företag som specialiserar sig på utveckling och tillverkning av biosimilära läkemedel för patienter över hela världen, och Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), ett globalt läkemedelsföretag med huvudkontor i Storbritannien och ett strategiskt fokus på specialläkemedel, sjukhusläkemedel och läkemedel för sällsynta sjukdomar i Europa, meddelade...

 PRESS RELEASE

Alvotech’s Lenders Lower Interest on Senior Secured Term Loan Facility

Alvotech’s Lenders Lower Interest on Senior Secured Term Loan Facility REYKJAVIK, Iceland, June 26, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO, the “Company”), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that its lenders under the Company’s existing senior secured term loan facility, including GoldenTree Asset Management (collectively, the “Lenders”), have agreed to reduce the rate of interest on its existing senior secured term loan facility (the “Facility”). The agreement will lower Alvotec...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch