ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech og Teva ná samningi um upphafsdag sölu á AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara®, í Bandaríkjunum

Alvotech og Teva ná samningi um upphafsdag sölu á AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara®, í Bandaríkjunum

  • Samkvæmt samningnum má sala á AVT04 (ustekinumab) hefjast í Bandaríkjunum eigi síðar en 21. febrúar 2025, að fengnu samþykki lyfjayfirvalda

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Teva Pharmaceuticals Inc., bandarískt dótturfyrirtæki Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (NYSE and TASE: TEVA), tilkynntu í dag að þau hefðu náð samningi við Johnson & Johnson (NUSE:JNJ) sem tryggir Alvotech og Teva rétt til að markaðssetja AVT04, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Stelara® (ustekinumab), í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum getur sala á AVT04 í Bandaríkjunum hafist eigi síðar en 21. febrúar 2025.

„Það er gleðiefni að við höfum nú tryggt okkur heimild og upphafsdagsetningu fyrir markaðssetningu næstu líftæknilyfjahliðstæðu okkar í Bandaríkjunum. Þessi áfangi er gott dæmi um kosti þess að þróa mörg lyf samhliða fyrir alþjóðlega markaði,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

„Líftæknilyfjahliðstæður eru þungamiðja í skammtíma- og langtímaáætlunum Teva,“ sagði Sven Dethlefs, framkvæmdastjóri viðskipta fyrir Teva í Norður-Ameríku. „Samkomulagið sem tilkynnt er um í dag er mikilvægt skref í samstarfi okkar við Alvotech, sem eins og Teva ætlar sér að draga úr þeim mikla kostnaði sem hlýst af notkun líftæknilyfja í heilbrigðiskerfinu.“

Um AVT04 (ustekinumab)

AVT04 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma. AVT04 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
12/06/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech announces European launch of first-in-market biosimilar to Si...

Alvotech announces European launch of first-in-market biosimilar to Simponi® (golimumab) globally by partner Advanz Pharma Introduction of AVT05 supported by NHS England tender award in the United Kingdom REYKJAVIK, ICELAND (December 22, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotechnology company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that launches are underway in Europe for Gobivaz® (golimumab), Alvotech’s biosimilar to Simponi® (golimumab), also known as AVT05 (prefilled syringe and autoinjector). Gobivaz is the...

 PRESS RELEASE

Alvotech og Advanz Pharma hefja sölu í Evrópu á fyrstu hliðstæðunni vi...

Alvotech og Advanz Pharma hefja sölu í Evrópu á fyrstu hliðstæðunni við Simponi Heilbrigðisstofnun (NHS) Englands velur að kaupa hliðstæðuna i stað frumlyfsins eftir opinbert útboð Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að markaðssetning í Evrópu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab) væri hafin. Þetta er fyrsta hliðstæðan við Simponi sem kemur á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. Heilbrigðisþjónusta Englands (National Health Service England) hefur samið um að kaupa hliðstæðuna í stað frumlyfsins, eftir opinbert útboð þar ...

 PRESS RELEASE

Alvotech announces European launch of first-in-market biosimilar to Si...

Alvotech announces European launch of first-in-market biosimilar to Simponi® (golimumab) globally by partner Advanz Pharma Introduction of AVT05 supported by NHS England tender award in the United Kingdom REYKJAVIK, Iceland, Dec. 22, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotechnology company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that launches are underway in Europe for Gobivaz® (golimumab), Alvotech’s biosimilar to Simponi® (golimumab), also known as AVT05 (prefilled syringe and autoinjector)....

 PRESS RELEASE

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Bi...

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Biosimilar to Eylea® According to the settlement agreement, the proposed biosimilar to Eylea® (aflibercept) can be marketed in the U.S., if approved by the FDA, in the fourth quarter of 2026, or earlier under certain circumstances REYKJAVIK, Iceland and TEL AVIV, Israel and PARSIPPANY, N.J., Dec. 19, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, and Teva Pharmaceuticals, a U.S. affiliate of Teva P...

 PRESS RELEASE

Alvotech og Teva ná samningi um að sala AVT06 hliðstæðunnar við Eylea ...

Alvotech og Teva ná samningi um að sala AVT06 hliðstæðunnar við Eylea má hefjast í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi 2026 Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Teva Pharmaceuticals, bandarískt dótturfyrirtæki Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (NYSE and TASE: TEVA), hafa náð samningi við Regeneron Pharmaceuticals sem veitir Alvotech og Teva heimild til að markaðssetja AVT06, hliðstæðu við líftæknilyfið Eylea (aflibercept), í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum getur sala hliðstæðunnar hafist í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi 2026, eða fyrr að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Við höfum nýlega hlo...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch