ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech selur hlutabréf fyrir 19,5 milljarða króna í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta

Alvotech selur hlutabréf fyrir 19,5 milljarða króna í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala, miðað við núverandi gengi íslenskrar krónu), með sölu almennra hlutabréfa í félaginu í lokuðu útboði, á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/65. Kaupendur munu fá afhent áður útgefin hlutabréf sem eru í eigu Alvotech í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf.

Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör  viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Landsbankinn og ACRO verðbréf.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni og forstjóra fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
23/01/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Meets Investors and Participates in a Fireside Chat at the Mo...

Alvotech Meets Investors and Participates in a Fireside Chat at the Morgan Stanley 23rd Annual Global Healthcare Conference in New York REYKJAVIK, Iceland, June 4, 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today its participation in the Morgan Stanley 23rd Annual Global Healthcare Conference, which will be held in New York, NY, September 8-10, 2025. Alvotech will be meeting with investors on Tuesday, September 9, 2025, and Dr. Balaji Prasad, Chief Strategy Officer, will p...

 PRESS RELEASE

Alvotech tekur þátt í 23. árlegu heilbrigðisráðstefnu fjárfestingabank...

Alvotech tekur þátt í 23. árlegu heilbrigðisráðstefnu fjárfestingabankans Morgan Stanley í New York Alvotech (NASDAQ: ALVO) tekur þátt í 23. árlegu heilbrigðisráðstefnu fjárfestingabankans Morgan Stanley, sem haldin verður dagana 8.-10. september nk., í New York. Fundir með fjárfestum verða haldnir þriðjudaginn 9. september og Balaji Prasad, framkvæmdastjóri stefnumótunar, mun sitja fyrir svörum hjá greinanda bankans miðvikudaginn 10. september nk. kl. 14:45 að íslenskum tíma. Hljóðútsending af viðtalinu verður aðgengileg í streymi og hægt verður að hlíða á upptöku að fundinum loknum. Nána...

 PRESS RELEASE

Alvotech Meets Investors and Participates in a Fireside Chat at the Mo...

Alvotech Meets Investors and Participates in a Fireside Chat at the Morgan Stanley 23rd Annual Global Healthcare Conference in New York REYKJAVIK, Iceland, Sept. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today its participation in the Morgan Stanley 23rd Annual Global Healthcare Conference, which will be held in New York, NY, September 8-10, 2025. Alvotech will be meeting with investors on Tuesday, September 9, 2025, and Dr. Balaji Prasad, Chief St...

 PRESS RELEASE

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Bi...

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Biosimilar to Eylea® Mynzepli® (aflibercept) is approved in all European Economic Area member countries for the treatment of various retinal diseases including neovascular (wet) age-related macular degeneration (AMD)Approval is based on comprehensive analytical, non-clinical and clinical similarity data, including a confirmatory efficacy study comparing Mynzepli® with the reference biologic Eylea® in patients with neovascular AMD REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (August 21, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotec...

 PRESS RELEASE

Alvotech hlýtur leyfi til markaðssetningar í Evrópu á hliðstæðu við au...

Alvotech hlýtur leyfi til markaðssetningar í Evrópu á hliðstæðu við augnlyfið Eylea Lyfið verður markaðssett í Evrópu undir heitinu Mynzepli og verður notað til meðferðar við augnbotnahrörnun og fleiri augnsjúkdómumMilljónir Evrópubúa þurfa að takast á við áhrif augnbotnahrörnunarÁætlaðar tekjur af sölu frumlyfsins í Evrópu á síðasta ári námu um 370 milljörðum króna REYKJAVIK og LONDON (21. ágúst 2025) Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur veitt leyfi til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu á Mynzepli, hliðstæðu sem Alvotech þróaði við líftæknilyfið Eylea. Lyfið verður notað til...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch