ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech skipar nýjan framkvæmdastjóra gæðamála

Alvotech skipar nýjan framkvæmdastjóra gæðamála

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að Christina Siniscalchi hafi verið skipuð tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra gæðamála. Christina tekur við af Söndru Casaca, sem lætur af starfi sem liður í frekari skipulagsbreytingum sem taka gildi nú um mánaðamótin. Christina Siniscalchi hefur undanfarin rúman áratug gengt ýmsum stjórnunarstöðum á sviði gæðamála hjá Alvogen. Hún er nú framkvæmdastjóri gæðamála Alvogen.

„Við þökkum Söndru fyrir frábært framlag. Hún átti þátt í farsælli niðurstöðu úttektar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, sem leiddi nýlega til samþykkis fyrir líftæknilyfjahliðstæðu okkar við Humira í Bandaríkjunum,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Alvotech. „Christina er öllum hnútum kunnug, þar sem hún býr að víðtækri reynslu á sviði lyfjaframleiðslu og þekkingu á regluverki iðnaðarins, eftir langt og farsælt starf fyrir systurfélag okkar, Alvogen. Það er fagnaðarefni að fá Christinu til liðs við okkur á þessum tímapunkti. Við vinnum nú hörðum höndum að því að auka framleiðslugetuna, til að styðja við vaxandi sókn á alþjóðlega markaði. Þungamiðja starfsins er áhersla á stöðugar úrbætur, öguð vinnubrögð, hámarks gæði og að uppylla jafnan ströngustu kröfur sem gerðar eru til framleiðslu líftæknilyfja.“

Christina Siniscalchi hefur starfað í bandaríska lyfjaiðnaðinum í aldarfjórðung. Áður en hún gekk til liðs við Norwich Pharmaceuticals, sem nú er hluti af Alvogen, vann hún hjá Mallinckrodt Pharmaceuticals. Hún er með meistaragráðu í lyfjaeftirlits- og gæðamálum frá Temple háskólanum í Fíladelfíu í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum og BS gráðu í iðnaðarlíffræði frá Tækniháskóla Georgíufylkis í Atlanta.  

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
29/02/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, A...

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, Alvotech’s Proposed Biosimilar to Simponi® (golimumab) with Advanz Pharma as Commercialization Partner REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (September 22, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the European Med...

 PRESS RELEASE

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, A...

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, Alvotech’s Proposed Biosimilar to Simponi® (golimumab) with Advanz Pharma as Commercialization Partner REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, Sept. 22, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the E...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fy...

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fyrirhugaðri hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi (golimumab) Mannalyfjanefnd (CHMP) Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) hefur mælt með því að heimila markaðssetningu AVT05, sem er fyrirhuguð hliðstæða líftæknilyfsins Simponi (golimumab), sem þróuð var af Alvotech. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir í kjölfar jákvæðrar umsagnar CHMP leyfi til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu. Var þetta tilkynnt í dag af Alvotech og samstarfsaðila þess um markaðssetningu Gobivaz, Advanz Pharma, alþjóðlegu lyfjafyrirtæki með...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Marketing Approval in Japan of Three New Biosimilar...

Alvotech Announces Marketing Approval in Japan of Three New Biosimilars REYKJAVIK, ICELAND (September 19, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that its commercialization partner in Japan, Fuji Pharma Co., Ltd. (“Fuji Pharma”), has received marketing approval for three new biosimilars from the Japanese Ministry of Health, Labor and Welfare. The biosimilars approved for the Japanese market are AVT03, a biosimilar to Ranmark® (denosumab), AVT05, a biosimilar to S...

 PRESS RELEASE

Markaðsleyfi veitt í Japan fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður f...

Markaðsleyfi veitt í Japan fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður frá Alvotech REYKJAVÍK 19. september 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO-SDB) tilkynnti í dag að japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytið hafi veitt Fuji Pharma Co. Ltd. („Fuji Pharma“), samstarfsaðila Alvotech í Japan, leyfi til markaðssetningar og sölu á þremur nýjum líftæknilyfjahliðstæðum sem þróaðar voru og eru framleiddar af Alvotech, AVT03, hliðstæðu við Xgeva (denosumab) sem heitir Ranmark í Japan, AVT05, hliðstæðu við Simponi (golimumab) og AVT06, hliðstæðu við Eylea (aflibercept). AVT05 er fyrsta hl...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch