ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Hlutabréf Alvotech tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi

Hlutabréf Alvotech tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi

  • Viðskipti með hlutabréf Alvotech á Aðalmarkaðnum auka sýnileika og breikka hóp mögulegra fjárfesta, auk þess opnar það leið til þátttöku í innlendum og alþjóðlegum hlutabréfavísitölum
  • Alvotech varð í júní sl. fyrsta íslenska fyrirtækið sem var tekið til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og á Íslandi, undir auðkenninu „ALVO“
  • Róbert Wessman stofnandi og starfandi stjórnarformaður hringir lokabjöllu markaðarins 8. desember

Viðskipti með hlutabréf Alvotech færast af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi frá og með deginum í dag, 8. desember 2022. Auðkenni bréfanna „ALVO“ helst óbreytt og breytingin hefur ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Með skráningu á Aðalmarkað munu hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á Aðalmarkaðnum eiga möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum.

„Alvotech er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera tekið til viðskipta á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Það er okkur ‏því mikil ánægja að viðskipti geti nú hafist með bréfin á Aðalmarkaðnum. Það gerir gerir breiðari hópi kleift að fjárfesta í bréfum fyrirtækisins, “ segir Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Alvotech er skráð, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Við höfum þegar fjárfest fyrir yfir 150 milljarða króna til að byggja upp fullkomna aðstöðu til að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf sem geta bætt lífsgæði sjúklinga um allan heim.“

Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á Aðalmarkað mun Róbert Wessman hringja lokabjöllu Kauphallarinnar í dag 8. desember, kl. 15:30.

Hlutabréf í Alvotech hafa verið samhliða á tveimur mörkuðum síðan í júní sl., eftir að viðskipti hófust á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum þann og á First North markaðnum Stjórn Alvotech samþykkti áætlun um að færa skráninguna af First North yfir á Aðalmarkaðinn þann Þann samþykkti Nasdaq Iceland beiðni Alvotech um töku til viðskipta á Aðalmarkaðnum. Dagsetning yfirfærslunnar var tilkynnt formlega af Kauphöllinni þann eftir að félagsins í tengslum við breytinguna hafði verið .  

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
08/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Granting of Stock Options and Vesting of Restricted Share Units

Granting of Stock Options and Vesting of Restricted Share Units In accordance with the Remuneration Policy of Alvotech (the “Company”), which was approved at the Company’s Annual General Meeting (“AGM”) on June 6, 2023, at the 2025 AGM held on June 25, 2025, four independent board directors each received a stock option grant allowing the purchase of up to 24,784 Alvotech shares. The aim of the stock option grants is to align the long-term interests of the board members and the Company. The relevant key terms and conditions of the Company´s Equity Incentive Plan approved by Alvotech’s Annua...

 PRESS RELEASE

Úthlutun nýrra kauprétta og afhending áunninna hlutabréfaréttinda

Úthlutun nýrra kauprétta og afhending áunninna hlutabréfaréttinda Í samræmi við starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi Alvotech þann 6. júní 2023 og þar sem nýtt starfsár stjórnar hefst með aðalfundi, voru á aðalfundi félagsins sem haldinn var 25. júní sl. veittir kaupréttir til fjögurra óháðra stjórnarmanna. Hver stjórnarmaður fékk rétt til kaupa á alls 24.784 hlutum í Alvotech. Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni stjórnarmanna og Alvotech til lengri tíma. Skilmálar samninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi félagsins sem staðfest var á aðalfundi 13. júní 2022...

 PRESS RELEASE

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercializ...

Alvotech and Advanz Pharma Enter into European Supply and Commercialization Agreement for Biosimilar Candidate to Cimzia® (certolizumab pegol) REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (July 1, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the companies have entered into a supply and commer...

 PRESS RELEASE

Advanz Pharma semur við Alvotech um markaðssetningu í Evrópu á hliðstæ...

Advanz Pharma semur við Alvotech um markaðssetningu í Evrópu á hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia REYKJAVÍK og LONDON, BRETLANDI (1. júlí 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Advanz Pharma tilkynntu í dag að félögin hafi gert með sér samning um markaðssetningu AVT10 í Evrópu. AVT10 er hliðstæða við líftæknilyfið Cimzia (certolizumab pegol) sem þróun stendur yfir á hjá Alvotech. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Advanz Pharma er með höfuðstöðvar í Bretlandi og markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. „Við erum eina fyrirtækið sem vinnur að þróun hli...

 PRESS RELEASE

Alvotech and Advanz Pharma ingår europeiskt leverans- och kommersialis...

Alvotech and Advanz Pharma ingår europeiskt leverans- och kommersialiseringsavtal för biosimilarkandidat till Cimzia® (certolizumab pegol) REYKJAVIK, ISLAND och LONDON, UK (1 juli 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), ett globalt biofarmaceutiskt företag som specialiserar sig på utveckling och tillverkning av biosimilära läkemedel för patienter över hela världen, och Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), ett globalt läkemedelsföretag med huvudkontor i Storbritannien och ett strategiskt fokus på specialläkemedel, sjukhusläkemedel och läkemedel för sällsynta sjukdomar i Europa, meddelade...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch