ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Leiðrétting á heildarfjárhæð í tilkynningu um skuldabréfafjármögnun birt 2022-12-16 09:00 GMT

Leiðrétting á heildarfjárhæð í tilkynningu um skuldabréfafjármögnun birt 2022-12-16 09:00 GMT

Í tilkynningu sem birtist í morgun kom fram að Alvotech hefði gengið frá fjármögnun í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf. Heildarfjárhæð er um 10 milljarðar króna (70 milljónir Bandaríkjadala) í stað um 8,5 milljarða (59,7 milljónir Bandaríkjadala). Eftirfarandi er leiðrétt tilkynning.

Alvotech gengur frá um 10 milljarða króna skuldabréfafjármögnun

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði gengið frá fjármögnun að fjárhæð um 10 milljarðar króna (u.þ.b. 70 milljónir Bandaríkjadala), miðað við núverandi gengi, í tveimur flokkum (flokkur A og flokkur B) í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech. 

Alvotech ætlar að nýta stærstan hluta fjármögnunarinnar til að gera upp um 7,1 milljarðs króna víkjandi lán (50 milljónir Bandaríkjadala) frá Alvogen, sem tilkynnt var um 16. nóvember sl. Í samræmi við skilmála Alvogen lánsins, falla áskriftarréttindi lánveitandans að 4% almennra hluta í Alvotech því niður.

Alvotech mun gefa út skuldabréf til 36 mánaða að heildarfjárhæð um 10 milljarðar króna, miðað við núverandi gengi, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti yfir í almenn hlutabréf. Flokkur A er gefinn út í íslenskum krónum og ber 15% vexti á ársgrundvelli, sem bætast við höfuðstólinn á hverjum gjalddaga og ávaxtast (s.n. PIK vextir) en flokkur B er gefinn út í Bandaríkjadölum og ber 12,5% PIK vexti á ári.

Eigendur skuldabréfanna (fyrir bæði flokk A og flokk B) hafa rétt til þess að breyta upprunalegum höfuðstól auk áfallinna vaxta og ávöxtunar að hluta eða öllu leyti í almenn hlutabréf í Alvotech á föstu gengi, sem er 10 Bandaríkjadalir á hlut. Breytiréttinn má nýta að hluta eða öllu leyti þann 31. desember 2023 eða 30. júní 2024.  

Ráðgjafar Alvotech við útgáfuna voru Acro verðbréf, Arctica Finance, Arion banki og Landsbankinn. 

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
16/12/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First H...

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First Half of 2025 on August 14, 2025, at 8:00 am EDT REYKJAVIK, ICELAND (August 6, 2025) – Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specialized in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that it will release financial results for the first half of the year ended June 30, 2025, after U.S. markets close on Wednesday, August 13, 2025.  Alvotech will also conduct a conference call to present the financial results and recent business highlights on Thursday August 14, ...

 PRESS RELEASE

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. ...

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. kl. 12 á hádegi REYKJAVÍK (6. ágúst 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO) mun senda út tilkynningu með uppgjöri fyrir fyrri helming ársins 2025 eftir lokun markaða í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 13. ágúst nk. Fundur til kynningar á uppgjörinu verður sendur út í beinu streymi og hefst hann kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 14. ágúst nk. Streymi af uppgjörsfundinum, sem fer fram á ensku, verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Alvotech, , á slóðinni . Þar verður einnig hægt að finna upptöku af fundinum eftir að honum er lokið, sem aðgengil...

 PRESS RELEASE

Inbjudan til Alvotech presentation av bokslutskommunikén och rapporten...

Inbjudan til Alvotech presentation av bokslutskommunikén och rapporten för första halvåret 2025 REYKJAVIK, ISLAND (6 AUGUSTI, 2025) – Alvotech (NASDAQ:ALVO SDB), ett globalt biofarmaceutiskt företag som specialiserar sig på utveckling och tillverkning av biosimilära läkemedel för patienter över hela världen, publicerar bokslutskommunikén för första halvåret som slutade den 30 juni 2025 den 13 augusti 2025 efter att de amerikanska marknaderna stängt. Resultaten presenteras i en webcast och telefonkonferens klockan 14:00 CET (8:00 AM EDT) den 14 augusti 2025. Presentationen hålls på engelsk...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First H...

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First Half of 2025 on August 14, 2025, at 8:00 am EDT REYKJAVIK, Iceland, Aug. 06, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specialized in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that it will release financial results for the first half of the year ended June 30, 2025, after U.S. markets close on Wednesday, August 13, 2025. Alvotech will also conduct a conference call to present the financial results and recent business highlights on Thu...

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, ICELAND (July 10, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda will be based in Ice...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch