ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT05, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi (golimumab)

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT05, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi (golimumab)

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og samstarfsaðili þess, alþjóðlega lyfjafyrirtækið Advanz Pharma tilkynntu í  dag að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hafi samþykkt að taka til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT05, sem er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða Alvotech við Simponi (golimumab), sem notað er til meðferðar við ýmsum þrálátum bólgusjúkdómum. Þetta er talin vera fyrsta umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi sem tikynnt hefur verið um alþjóðlega. Markaðsleyfi í Evrópu gæti legið fyrir á síðasta ársfjórðungi 2025.

„Þetta er mikilvægur áfangi fyrir Alvotech, samstarfsaðila okkar, sjúklinga og meðferðaraðila, þar sem við færumst nú skrefi nær því að geta boðið upp á líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi,“ sagði Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech. „Að okkar mati er umtalsvert forskot Alvotech í þróun hliðstæðu við Simponi að þakka þeirri reynslu sem við höfum öðlast í að nota sömu frumulínu og framleiðsluaðferð og beitt er við framleiðslu frumlyfsins.“

„Samþykki Lyfjastofnunar Evrópu er mikilvægt skref í að fjölga meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga með þráláta bólgusjúkdóma,“ sagði Dr. Nick Warwick, framkvæmdastjóri rannsókna hjá Advanz Pharma. „Við leggjum áherslu á að bæta aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum í hæsta gæðaflokki.“

Alvotech og Advanz Pharma tilkynntu fyrst um samstarf sitt í febrúar 2023, sem þá náði yfir þróun og markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Í maí sl. tilkynntu félögin um að þau hefðu gengið til aukins samstarfs um fimm líftæknilyfjahliðstæður til viðbótar, AVT05, AVT16 fyrirhugaðrar hliðstæðu við Entyvio (vedolizumab) og þrjár ónefndar hliðstæður á fyrri stigum þróunar.

Í apríl sl. kynnti Alvotech jákvæða niðurstöðu úr klínískri rannsókn sem bar saman virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT05 og Simponi, í sjúklingum með miðlungs eða alvarlega liðagigt. Í nóvember á síðasta ári kynnti Alvotech jákvæða niðurstöðu úr klínískri rannsókn þar sem borin voru saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleiki AVT05 og Simponi, í heilbrigðum einstaklingum.

Um AVT05

AVT05 er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Golimumab er einstofna mótefni sem hamlar frumuboðefninu tumor necrosis factor alpha (TNF alpha). Aukið magn TNF alpha er talið geta verið orsakaþáttur í þrálátum bólgusjúkdómum, s.s. liðagigt, sóraliðagigt og hrygggigt [1]. AVT05 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

Um AVT16

AVT16 er einstofna mannamótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Entyvio (vedolizumab). AVT16 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæða.

Um AVT23

AVT23 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Xolair (omalizumab). AVT23 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæða.

Heimildir

[1]

Notkun vörumerkja

Simponi og Simponi Aria eru skráð vörumerki Johnson & Johnson. Entyvio er skráð vörumerki Millenium Pharmaceuticals, Inc. Xolair er skráð vörumerki Novartis AG.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (EES, Bretland og Bandaríkin), Biogaran (FR), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
04/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Bi...

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Biosimilar to Eylea® Mynzepli® (aflibercept) is approved in all European Economic Area member countries for the treatment of various retinal diseases including neovascular (wet) age-related macular degeneration (AMD)Approval is based on comprehensive analytical, non-clinical and clinical similarity data, including a confirmatory efficacy study comparing Mynzepli® with the reference biologic Eylea® in patients with neovascular AMD REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (August 21, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotec...

 PRESS RELEASE

Alvotech hlýtur leyfi til markaðssetningar í Evrópu á hliðstæðu við au...

Alvotech hlýtur leyfi til markaðssetningar í Evrópu á hliðstæðu við augnlyfið Eylea Lyfið verður markaðssett í Evrópu undir heitinu Mynzepli og verður notað til meðferðar við augnbotnahrörnun og fleiri augnsjúkdómumMilljónir Evrópubúa þurfa að takast á við áhrif augnbotnahrörnunarÁætlaðar tekjur af sölu frumlyfsins í Evrópu á síðasta ári námu um 370 milljörðum króna REYKJAVIK og LONDON (21. ágúst 2025) Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur veitt leyfi til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu á Mynzepli, hliðstæðu sem Alvotech þróaði við líftæknilyfið Eylea. Lyfið verður notað til...

 PRESS RELEASE

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Bi...

Advanz Pharma and Alvotech receive European approval for Mynzepli®, Biosimilar to Eylea® Mynzepli® (aflibercept) is approved in all European Economic Area member countries for the treatment of various retinal diseases including neovascular (wet) age-related macular degeneration (AMD)Approval is based on comprehensive analytical, non-clinical and clinical similarity data, including a confirmatory efficacy study comparing Mynzepli® with the reference biologic Eylea® in patients with neovascular AMD REYKJAVIK, Iceland and LONDON, Aug. 21, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALV...

 PRESS RELEASE

Alvotech appoints Patrik Ling as VP of Investor Relations Scandinavia

Alvotech appoints Patrik Ling as VP of Investor Relations Scandinavia REYKJAVIK, ICELAND (August 20, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that Patrik Ling has joined the company as VP Investor Relations Scandinavia, based in Stockholm. Patrik Ling has more than 25 years of experience in the life-science industry. Most recently he served as Senior Equity Analyst at the investment bank DNB Carnegie, covering life science companies, including Alvotech. He began ...

 PRESS RELEASE

Alvotech utser Patrik Ling till VP of Investor Relations Scandinavia

Alvotech utser Patrik Ling till VP of Investor Relations Scandinavia REYKJAVIK, ISLAND (20 augusti 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), ett globalt bioteknikföretag som specialiserat sig på utveckling och tillverkning av biosimilarer för patienter över hela världen, meddelade idag att Patrik Ling har anslutit sig till företaget som VP Investor Relations Scandinavia, baserat i Stockholm. Patrik Ling har mer än 25 års erfarenhet inom life science-industrin. Senast kommer han från rollen som Senior Equity Analyst på investmentbanken DNB Carnegie, där han bevakade life science-företag, bland annat...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch