ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfin Prolia og Xgeva  

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfin Prolia og Xgeva  

     

REYKJAVÍK, 25. NÓVEMBER 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu við líftæknilyfin Prolia og Xgeva, sem bæði innihalda virka efnið denosumab.

Tekjur af sölu Prolia og Xgeva í Evrópu síðustu tólf mánuði, fram til loka annars ársfjórðungs þessa árs, námu um 150 milljörðum króna (1,2 milljörðum dollara) samkvæmt gagnaveitunni IQVIA.  Lyfin eru notuð til meðferðar við beinþynningu og til að fyrirbyggja beinbrot í sjúklingum með vissar tegundir krabbameins. Framboð af hliðstæðum Prolia og Xgeva getur aukið aðgengi sjúklinga til muna að þessum líftæknilyfjum.

„Við fögnum veigamiklum áfanga sem sýnir vel styrkleika Alvotech og hvernig við nýtum fullkomna aðstöðu til þróunar og framleiðslu til þess að koma hágæða hliðstæðum á markað í Evrópu og um allan heim. Árangurinn má þakka afburða þekkingu og reynslu starfsfólks Alvotech og sterkum samstarfsaðilum sem markaðssetja hliðstæðurnar í Evrópu. Í sameiningu munum við auka framboð á markaðnum af þessum mikilvægum lyfjum til meðferðar við beinþynningu og krabbameini,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

Aukið framboð af líftæknilyfjahliðstæðum dregur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu og meðferð sjúklinga.  Samkvæmt gögnum frá Alþjóðlegu beinþynningarstofnuninni (International Osteoporosis Foundation; IOF) eru áhrif beinþynningar á lífsgæði sjúklinga í Evrópu talin meiri en helstu tegunda krabbameina og sambærileg við áhrif langvinnra sjúkdóma á borð við liðagigt, astma og háþrýsting. Beinbrot vegna beinþynningar og beintaps valda einnig umtalsverðu efnahagslegu tjóni.  Samkvæmt  IOF er áætlað að árið 2019 hafi tjón Evrópuríkjanna í heild verið um 8.400 milljarðar króna (57 milljarðar evra) [1].

Markaðsleyfið er veitt fyrir AVT03 í tveimur lyfjaformum. Hliðstæðan við Prolia inniheldur denosumab 60 mg/mL í áfylltri sprautu, til meðferðar við beinþynningu og beintapi. Hliðstæðan við Xgeva inniheldur denosumab 70 mg/mL í hettuglasi, ætlað til að fyrirbyggja einkenni frá beinum hjá fullorðnum með langt gengna illkynja sjúkdóma sem tengjast beinum.

Í Evrópu verður hliðstæðan markaðssett af samstarfsaðilum Alvotech, STADA Arzneimittel AG (STADA) og Dr. Reddy‘s Laboratories SA (Dr. Reddy‘s). Fara félögin samhliða með rétt til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu, auk Sviss og Bretlands. STADA mun markaðssetja hliðstæðuna við Prolia undir vörumerkinu Kefdensins og Xgeva hliðstæðuna undir vörumerkinu Zvogra. Dr. Reddy‘s mun markaðssetja hliðstæðuna við Prolia undir vörumerkinu Acvybra og hliðstæðuna við Xgeva undir vörumerkinu Xbonzy.  

Umsóknin um markaðsleyfi byggði á heildstæðum gögnum úr forklínískum og klínískum rannsóknum. rannsóknin bar saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleika AVT03 og Prolia í 209 heilbrigðum og fullorðnum þátttakendum. rannsóknin bar saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleika AVT03 og Xgeva í 208 heilbrigðum og fullorðnum þátttakendum.   var fjölsetra, tvíblinduð, slembiröðuð rannsókn til að bera saman klíníska virkni, öryggi, ónæmingarverkun og lyfjahvörf AVT03 og viðmiðunarlyfsins Prolia í sjúklingum. Endapunktar allra rannsóknanna voru uppfylltir.

Um AVT03 (denosumab)

AVT03 er einstofna mótefni og hliðstæða við Prolia (densoumab 60 mg/mL í áfylltri sprautu) og Xgeva (denosumab 70 mg/mL í hettuglasi). Hliðstæðan hefur fengið markaðsleyfi í Japan og í ríkjum EES. Umsóknir um markaðsleyfi liggja fyrir á fleiri mörkuðum. Denosumab beinist að og binst með mikilli sækni og sértækni við RANKL og kemur í veg fyrir virkjun viðtaka hans, svokallað RANK. Fyrirbygging RANKL/RANK tengingarinnar minnkar endurupptöku beina og beineyðingu af völdum krabbameins [2].

Heimildir

[1]

[2]

Notkun vörumerkja

Prolia og Xgeva eru skráð vörumerki Amgen Inc. Kefdensis og Zvogra eru skráð vörumerki STADA Arzneimittel AG. Acvybra og Xbonzy eru skráð vörumerki Dr. Reddy’s Laboratories Ltd.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Dr. Reddy’s (Evrópa og Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja-Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður-Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
24/11/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Bi...

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Biosimilar to Eylea® According to the settlement agreement, the proposed biosimilar to Eylea® (aflibercept) can be marketed in the U.S., if approved by the FDA, in the fourth quarter of 2026, or earlier under certain circumstances REYKJAVIK, Iceland and TEL AVIV, Israel and PARSIPPANY, N.J., Dec. 19, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, and Teva Pharmaceuticals, a U.S. affiliate of Teva P...

 PRESS RELEASE

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Bi...

Alvotech and Teva Secure U.S. Settlement Date for AVT06, a Proposed Biosimilar to Eylea® According to the settlement agreement, the proposed biosimilar to Eylea® (aflibercept) can be marketed in the U.S., if approved by the FDA, in the fourth quarter of 2026, or earlier under certain circumstances  REYKJAVIK, ICELAND & TEL AVIV, ISRAEL & PARSIPPANY, NJ (December 19, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, and Teva Pharmaceuticals, a U.S. affiliate of Teva Pharmaceutical Indust...

 PRESS RELEASE

Alvotech og Teva ná samningi um að sala AVT06 hliðstæðunnar við Eylea ...

Alvotech og Teva ná samningi um að sala AVT06 hliðstæðunnar við Eylea má hefjast í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi 2026 Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Teva Pharmaceuticals, bandarískt dótturfyrirtæki Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (NYSE and TASE: TEVA), hafa náð samningi við Regeneron Pharmaceuticals sem veitir Alvotech og Teva heimild til að markaðssetja AVT06, hliðstæðu við líftæknilyfið Eylea (aflibercept), í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum getur sala hliðstæðunnar hafist í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi 2026, eða fyrr að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Við höfum nýlega hlo...

 PRESS RELEASE

Alvotech Successfully Places USD 108 Million Senior Unsecured Converti...

Alvotech Successfully Places USD 108 Million Senior Unsecured Convertible Bonds in a Significantly Oversubscribed Offering THIS PRESS RELEASE MAY NOT BE DISTRIBUTED, RELEASED, OR PUBLISHED, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO AUSTRALIA, BELARUS, CANADA, HONG KONG, JAPAN, NEW ZEALAND, RUSSIA, SWITZERLAND, SINGAPORE, SOUTH AFRICA, SOUTH KOREA, THE UNITED STATES OF AMERICA OR ANY OTHER JURISDICTION IN WHICH SUCH ACTIONS, WHOLLY OR IN PART, WOULD BE UNLAWFUL OR DEMAND ADDITIONAL REGISTRATION OR OTHER MEASURES. PLEASE REFER TO “IMPORTANT INFORMATION” IN THE END OF THIS PRESS RELEASE. REYKJAVIK, ...

 PRESS RELEASE

Mikil umframeftirspurn alþjóðlegra fjárfesta í útboði Alvotech á breyt...

Mikil umframeftirspurn alþjóðlegra fjárfesta í útboði Alvotech á breytanlegra skuldabréfum að fjárhæð 108 milljónir dollara REYKJAVÍK (17. DESEMBER 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði selt breytanleg skuldabréf að fjárhæð 108 milljónir bandaríkjadala til hóps um 20 alþjóðlegra fjárfesta í lokuðu útboði. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í útboðinu. Fjármögnunin styður við fjárfestingu félagsins í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja, sem áætlað er að verði um 250 milljónir bandaríkjadala á næsta ári. Félagið er nú að þróa 30 hliðstæður líftækn...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch