ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur Alvotech á árinu

Mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur Alvotech á árinu

Alvotech (NASDAQ: ALVO) áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu. Vöruinnflutningur frá Íslandi fellur undir lægsta toll til Bandaríkjanna, sem er 10%, en lyf bera enn engan toll. Sambærilegur 10% tollur á lyf myndi aðeins hækka innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna um sem nemur innan við 1% af áætluðum heildartekjum Alvotech af lyfjaútflutningi á árinu. Samkvæmt gildandi samningum við samstarfsaðila, sem sjá um sölu á hverju markaðssvæði, bera þeir allan flutningskostnað og kostnað vegna tolla eða annarra innflutningsgjalda sem kunna að leggjast á vöruna.

„Þar sem ákveðin óvissa hefur ríkt að undanförnu um áhrif mögulegra tolla í Bandaríkjunum viljum við veita markaðsaðilum skýrari mynd af stöðunni. Eins og kunnugt er, var innflutningur á vörum frá Íslandi feldur undir lægsta stig nýju tollanna í Bandaríkjunum sem boðaðir voru í byrjun apríl, eða 10%. Þar sem vöruskiptajöfnuður milli landanna er Bandaríkjunum í hag, og hagstæður vöruskiptajöfnuður er höfuðmarkmið tollastefnunnar, teljum við litlar líkur á að hærri tollur verði lagður á innflutning lyfja frá Íslandi en á aðrar vörur. Þá bendir margt til þess að stjórnvöld vestra muni hafa í huga að hliðstæður gegna mikilvægu hlutverki í að auka aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum og að lækka lyfjakostnað,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Ef settur yrði á 10% tollur síðari hluta ársins, myndi innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna hækka um minna en 1% af áætluðum heildartekjum Alvotech af sölu lyfja á árinu. Þessi kostnaður félli einnig ekki á Alvotech. Ef við lítum til lengri tíma, að teknu tilliti til þeirra lyfja sem við hyggjumst setja á markað á næstu árum og aukinnar sölu, myndi áhrif slíkra tolla í Bandaríkjunum enn nema aðeins örfáum prósentum af áætluðum heildartekjum okkar af lyfjasölu.“

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Meiri upplýsingar er að finna á , , og almennri . Fylgið okkur á samfélagsmiðlum: , , , og

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
07/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, ICELAND (July 10, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda will be based in Ice...

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, Iceland, July 10, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda w...

 PRESS RELEASE

Alvotech skipar Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasvið...

Alvotech skipar Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs REYKJAVÍK (10. JÚLÍ 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO) hefur skipað Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda er reyndur alþjóðlegur stjórnandi á sviði rekstrar og fjármála. Hún hefur áður gegnt leiðtogastöðum fyrirtækja á sviði iðnaðar, fjármála, flutningastarfsemi og heilbrigðismála. Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech frá árinu 2020 hefur ákveðið að láta af störfum til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni og á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Hann verður félag...

 PRESS RELEASE

Alvotech erweitert seine Kapazitäten in den Bereichen Montage und Verp...

Alvotech erweitert seine Kapazitäten in den Bereichen Montage und Verpackung mit der Akquisition von Ivers-Lee in der Schweiz REYKJAVIK, ISLAND UND BURGDORF, SCHWEIZ (9. JULI 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), ein globales Biotech-Unternehmen, das sich auf die Entwicklung und Herstellung von Biosimilars für Patienten weltweit spezialisiert hat, gab heute die Erweiterung seiner Kapazitäten für Montage und Verpackung durch die Übernahme der Ivers-Lee Gruppe ("Ivers-Lee") bekannt, einem Familienunternehmen in Burgdorf, Schweiz, das sich auf die Bereitstellung hochwertiger Montage- und Verpackung...

 PRESS RELEASE

Alvotech Expands its Capacity in Assembly and Packaging with the Acqui...

Alvotech Expands its Capacity in Assembly and Packaging with the Acquisition of Ivers-Lee in Switzerland REYKJAVIK, Iceland and BURGDORF, Switzerland, July 09, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the expansion of its capacity for assembly and packaging with the acquisition of Ivers-Lee Group (“Ivers-Lee”), a family owned business with headquarters in Burgdorf, Switzerland specializing in providing high-quality assembly and packaging service...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch