Oculis birtir boð á aðalfund
ZUG, Sviss, May 09, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS / ICX: OCS.IC) („Oculis“), birti í dag boð á aðalfundinn 2025 sem haldinn verður 4. júní 2025 í Ochsen-Zug, Kolinplatz 11, CH-6300 Zug, Sviss, klukkan 13:00 að íslenskum tíma / 15:00 CEST / 09:00 EDT.
Aðalfundurinn 2025 verður staðfundur og ekki er boðið upp á rafræna þátttöku. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi með því að nota eftirfarandi . Allar upplýsingar varðandi aðalfundinn 2025, þ.m.t. fundarefni, er hægt að nálgast á vefsvæði Oculis .
Í aðdraganda aðalfundarins 2025 heldur Oculis rafrænan upplýsingafund fyrir alla hluthafa mánudaginn 19. maí 2025 frá kl. 14:00 til 15:00 að íslenskum tíma / 16:00 til 17:00 CEST / 10:00 til 11:00 EDT, þar sem stjórnarmenn fara yfir tillögurnar sem lagðar verða fyrir aðalfundinn 2025 og svara spurningum hluthafa. Til að taka þátt skal nota eftirfarandi . Vefútsending upplýsingafundarins verður aðgengileg eftir viðburðinn til endurspilunar á heimasíðu Oculis .
Um Oculis
Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS / XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augn- og augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru ný augnlyf sem geta haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal eru: OCS-01, augndropar fyrir sjónudepilsbjúg af völdum sykursýki; Privosegtor (OCS-05), taugaverndandi þróunarlyf gegn bráðri sjóntaugabólgu sem kynni einnig að geta haft víðtæka notkunarmöguleika við öðrum augntaugasjúkdómum; og Licaminlimab (OCS-02), augndropar sem innihalda TNF-hamlara líftæknilyf, sem vinna gegn augnþurrki. Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.
Frekari upplýsingar er að finna á
Tengiliðir hjá Oculis
Sylvia Cheung, fjármálastjóri
Fjárfestatengsl
LifeSci Advisors
Corey Davis, Ph.D.
Fjölmiðlatengsl
ICR Healthcare
Amber Fennell / David Daley / Sean Leous
