OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Góður hagnaður Ölgerðarinnar á öðrum ársfjórðungi

Góður hagnaður Ölgerðarinnar á öðrum ársfjórðungi

Góður hagnaður Ölgerðarinnar á öðrum ársfjórðungi

• Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 20,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili 2021

• Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði um 272 milljónir kr. milli tímabila og jókst um 21%

• Aukin sala til hótela og veitingastaða

• Hækkandi hlutdeild Ölgerðarinnar í bjórsölu hjá ÁTVR

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 31. ágúst 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 11. október 2022.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung 2022 (Q2 2022):

▪ EBITDA nam 1.544 millj. kr. samanborið við 1.272 millj. kr. á Q2 2021, sem jafngildir 21% hækkun milli ára.

▪ Eigið fé í lok Q2 2022 nam 9,1 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 35,2% samanborið við 32,5% við lok síðasta fjárhagsárs.

▪ Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.485 millj. kr. í lok Q2 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.

▪ Hagnaður eftir skatta var 887 millj. kr. á öðrum ársfjórðungi og jókst um 28%.



„Við erum afar sátt við niðurstöðu tímabilsins. Það er ánægjulegt að sjá hvað sala til hótela og veitingastaða hefur aukist og greinilegt er að ferðamannaiðnaðurinn er að hafa jákvæð áhrif víða í samfélaginu. Aukin vörusala tímabilsins segir líka sitt um styrkleika samstæðunnar hvað varðar úrval og góða þjónustu. Þá er ljóst að Íslendingar kunna að meta þá gæðabjóra sem Ölgerðin býður upp á eins og sterk staða bjóra Ölgerðarinnar hjá ÁTVR sýnir,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.





Upplýsingar veita Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010 og Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491.







Viðhengi



EN
11/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 mi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta annars vegar og hins vegar sameiginlega sölu stjórnenda á kaupréttarhlutum, sem fór fram samdægurs Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og ...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fjórtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2025. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 20.812.500 nýjum hlutum í félaginu. Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 20.812.500 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.864.215.413 að naf...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar var haldinn 8. maí 2025 í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður fundarins. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD251106 fyrir 640 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,15% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tek...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch