OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Framboð til stjórnar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Framboð til stjórnar

Aðalfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. maí 2023, kl. 16:00, í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 20. maí sl. kl. 16:00.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Framboð til aðalstjórnar:

  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Gerður Huld Arinbjarnardóttir
  • Hermann Már Þórisson
  • Magnús Árnason
  • Októ Einarsson
  • Rannveig Eir Einarsdóttir

Framboð til varastjórnar: 

  • Fannar Freyr Ívarsson

Er það mat stjórnar að framboðin séu gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins.

Samkvæmt gildandi samþykktum er stjórn félagsins skipuð fimm aðalmönnum og einum varamanni. Rétt er að taka fram að meðal þeirra tillagna sem stjórn félagsins leggur fyrir aðalfundinn er að felld verði út úr samþykktum félagsins ákvæði um varamann stjórnar. Verði tillagan samþykkt kemur því ekki til kjörs varamanns stjórnar.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar er að finna á heimasíðu félagsins:  . Þar má jafnframt finna tillögur þær sem liggja fyrir fundinum. 

Atkvæðagreiðsla á fundinum fer fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM veflausnina. Minnt er á að þeir hluthafar sem hyggjast neyta atkvæðisréttar síns á fundinum þurfa að skrá sig á fundinn fyrirfram. Skráning fer fram á . Nánari leiðbeiningar um skráningu á fundinn, sem og þær tillögur sem koma til umræðu á fundinum, liggja fyrir á heimasíðu félagsins: .

Innskráningarupplýsingar, þ.e. notendanafn og lykilorð, verða afhentar á fundarstað fyrir upphaf fundar. Eru hluthafar því hvattir til þess að mæta tímanlega á fundinn.



EN
23/05/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar Ölgerðin hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 9. október 2025, staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Ölgerðarinnar, . Grunnlýsingin er hér meðfylgjandi en hana má jafnframt nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar veitir:Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri,  Viðhengi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fjárfestakynning

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fjárfestakynning Meðfylgjandi er fjárfestakynninng Ölgerðarinnar fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025 Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2025 – 31. ágúst 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 9. október 2025. Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung fjárhagsársins 2025 eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 2,0% miðað við sama tímabil ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs fy...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs fyrir tímabilið 1. mars 2025 - 31. ágúst 2025 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta árshlutauppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025, eftir lokun markaða fimmtudaginn 9. október 2025. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn sama dag, fimmtudaginn 9. október 2025, klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260324

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260324 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260324 fyrir 1.020 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,00% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðs...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch