OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Gæðabakstri

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Gæðabakstri

Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Gæðabakstri ehf. Fyrirtækið er í 20% eigu Vilhjálms Þorlákssonar framkvæmdastjóra Gæðabaksturs og 80% í eigu Dragsbæk A/S í gegnum dótturfélagið Viska ehf. Heildarvirði viðskiptanna er 3.454 millj. kr. og að frádregnum vaxtaberandi skuldum er áætlað kaupverð félagsins á afhendingardegi um 2.700 millj. kr. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gæðabakstur verður rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og verður Vilhjálmur Þorláksson áfram framkvæmdastjóri. Náist rekstrarmarkmið á næstu tveimur árum eftir kaupin kann kaupverð á hans hluta að hækka um allt að 100 millj. kr.  

Gæðabakstur velti 3.357 millj. kr. og skilaði 468 millj. kr. EBITDA á síðasta ári og starfsfólk um 150. Starfsemi félagsins er í eigin húsnæði að Lynghálsi 7 sem er 5.057 fm að stærð auk 3.000 fm byggingaréttar.  Fyrirtækið hefur vaxið hratt frá stofnun 1993 og er umfangsmikið í sölu til stórmarkaða, hótela og veitingastaða.

Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, sem eru samkvæmt stefnu Ölgerðarinnar um vöxt félagsins og þau falla vel að kjarnastyrkleika Ölgerðarinnar í vörumerkjauppbyggingu, enda Gæðabakstur með fjölmörg afar vel þekkt vörumerki á innanlandsmarkaði. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa tryggt að Vilhjálmur haldi áfram störfum hjá Gæðabakstri. Í þessari viðbót við samstæðu Ölgerðarinnar felast mikil tækifæri, til að mynda í sölu, dreifingu, innkaupum og vöruþróun. Þá munu vörur Gæðabaksturs njóta góðs af öflugri vöruhúsa- og dreifingarmiðstöð Ölgerðarinnar sem rísa mun á Hólmsheiði. Með þessari viðbót verður velta Ölgerðarinnar nálægt 50 milljörðum króna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Það hefur mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að við hófum að framleiða kleinur og kleinuhringi í 69 fm. húsnæði og þessi áfangi er staðfesting á því góða starfi sem hefur verið unnið hjá Gæðabakstri. Við höfum ávallt verið heppin með starfsfólk og auk þess fjárfest skynsamlega í fasteignum og framleiðslutækjum og búum nú vel að miklum mannauði og húsnæði að Lynghálsi með sterkan rekstrargrundvöll. Ég hlakka til að starfa innan samstæðu Ölgerðarinnar og horfi bjartsýnn til framtíðar,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs.

Ráðgjafar Ölgerðarinnar í viðskiptunum eru XAX Advisors og LOGOS.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar / 412 8000

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs / 545 7000

Viðhengi



EN
22/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 mi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta annars vegar og hins vegar sameiginlega sölu stjórnenda á kaupréttarhlutum, sem fór fram samdægurs Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og ...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fjórtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2025. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 20.812.500 nýjum hlutum í félaginu. Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 20.812.500 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.864.215.413 að naf...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar var haldinn 8. maí 2025 í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður fundarins. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD251106 fyrir 640 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,15% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tek...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch