OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Kjarnavörum

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Kjarnavörum

Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Kjarnavörum hf. („Kjarnavörur“ eða „fyrirtækið“). Fyrirtækið er í 32,4% eigu Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6% í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Kjarnavörur verður rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og mun Guðjón áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgir með í kaupunum, en það er 100% hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67% hlutur í Nonna litla ehf. og 59% hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara er 3.970 millj. kr. og verða kaupin fjármögnuð með lántöku. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan er aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur eru jafnframt fluttar til Færeyja.

Stærstur hluti vara fyrirtækisins er seldur undir eigin vörumerkjum en um 40% veltu kemur fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila.  Hjá fyrirtækinu starfa 35 starfsmenn.  Fjórar fasteignir (samtals um 3.000 m2) í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgja með í kaupunum  Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári var um 4 ma. kr. og EBITDA var 574 mkr.

Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Kjarnavara.

Ráðgjafar Ölgerðarinnar í viðskiptunum eru XAX Advisors og LOGOS.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar / 412 8000



EN
28/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfs...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Kjarnavörum Vísað er til tilkynningar, dags. 28. febrúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Kjarnavörum. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar  / 412 8000

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260513 fyrir 500 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 7,80% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðski...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Gæðabakstri Vísað er til tilkynningar, dags. 22. janúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Gæðabakstri. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varðandi kaup Ölgerðarinnar á Kjarnavörum er að vænta í lok desember 2025. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samningur um viðskiptavakt við Ario...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samningur um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. Ölgerðin hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins sem skráð eru á Nasdaq Iceland, við Arion banka hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. Samhliða hefur verið sagt upp núverandi samningum um viðskiptavakt. Tilgangur samninganna um viðskiptavakt er að efla viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland (Kauphöllin) í því skyni að stuðla að því að seljanleiki hlutabréfa Ölgerðarinnar aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch