OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Kjarnavörum

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Kjarnavörum

Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Kjarnavörum hf. („Kjarnavörur“ eða „fyrirtækið“). Fyrirtækið er í 32,4% eigu Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6% í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Kjarnavörur verður rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og mun Guðjón áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgir með í kaupunum, en það er 100% hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67% hlutur í Nonna litla ehf. og 59% hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara er 3.970 millj. kr. og verða kaupin fjármögnuð með lántöku. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan er aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur eru jafnframt fluttar til Færeyja.

Stærstur hluti vara fyrirtækisins er seldur undir eigin vörumerkjum en um 40% veltu kemur fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila.  Hjá fyrirtækinu starfa 35 starfsmenn.  Fjórar fasteignir (samtals um 3.000 m2) í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgja með í kaupunum  Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári var um 4 ma. kr. og EBITDA var 574 mkr.

Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Kjarnavara.

Ráðgjafar Ölgerðarinnar í viðskiptunum eru XAX Advisors og LOGOS.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar / 412 8000



EN
28/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 mi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta annars vegar og hins vegar sameiginlega sölu stjórnenda á kaupréttarhlutum, sem fór fram samdægurs Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og ...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fjórtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2025. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 20.812.500 nýjum hlutum í félaginu. Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 20.812.500 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.864.215.413 að naf...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar var haldinn 8. maí 2025 í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður fundarins. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD251106 fyrir 640 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,15% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tek...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch