OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD251106 fyrir 640 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,15% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland.

Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, sbr. lög nr. 14/2020 um sama efni.Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. hafði umsjón með sölu víxlanna og annast skráningu þeirra.

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 13. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs í síma 820-6491 eða



EN
06/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD251106 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD251106 fyrir 640 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,15% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tek...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Framboð til stjórnar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Framboð til stjórnar Aðalfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2025, kl. 16:00, í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 3. maí 2025, kl. 16:00. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins: Bogi Þór Siguroddsson Gerður Huld Arinbjarnardóttir Magnús Árnason Rannveig Eir Einarsdóttir Sigríður Elín Sigfúsdóttir  Er það mat stjórnar að framboðin séu gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins. Samkvæm...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfs...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Aðalfundur 8. maí 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Aðalfundur 8. maí 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2025, kl 16:00, í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Fundarboð með drögum að dagskrá er að finna í meðfylgjandi viðhengi. Endanleg dagskrá, tillögur, ársreikningur og samstæðureikningur fyrir rekstrarárið sem lauk 28. febrúar sl. og önnur skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn eru aðgengileg á vefsíðu félagsins, , sem og í höfuðstöðvum félagsins. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fyrirvarar kaupa á Ankra uppfylltir

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fyrirvarar kaupa á Ankra uppfylltir Vísað er til tilkynningar, dags. 21. febrúar 2025, um kaup Ölgerðarinnar á öllu hlutafé í Ankra ehf. Samkeppniseftirlitið hefur staðfest að það mun ekki aðhafast vegna kaupanna og aðrir fyrirvarar viðskiptanna hafa einnig verið uppfylltir. Ráðgert er að gengið verði endanlega frá viðskiptunum með greiðslu kaupverðs og afhendingu félagsins 16. apríl 2025. Nánari upplýsingar veitir: Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar / 412 8000

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch