OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar á þriðja ársfjórðungi

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar á þriðja ársfjórðungi

Meiri vörusala og hærri rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar á þriðja ársfjórðungi

  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 17,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili 2021
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði um 304 milljónir kr. milli tímabila og jókst um 35%
  • 25% magnaukning á bjórsölu til hótela og veitingastaða
  • 16% magnaukning í áfengissölu hjá ÁTVR
  • Rekstrarhagnaður fyrstu 9 mánuði ársins 3.674 mkr og jókst um 32%

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 30. nóvember 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 12. janúar 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir þriðja ársfjórðung 2022 (Q3 2022) eru:

  • EBITDA nam 1.168 millj. kr. samanborið við 863 millj. kr. á Q3 2021, sem jafngildir 35% hækkun milli ára.
  • Eigið fé í lok Q3 2022 nam 9,4 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 36,3% samanborið við 31,5% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.431 millj. kr. í lok Q3 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.
  • Hagnaður eftir skatta var 574 millj. kr. á Q3 og jókst um 14,2%.

Samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs jókst rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) um 304 milljónir króna frá sama tímabili árið 2021. Rekstrarhagnaðurinn var 1.168 milljónir króna á þriðja  ársfjórðungi 2022 en var 863 milljónir króna á sama tímabili árið 2021. Hagnaður eftir skatta á tímabilinu var 574 milljón króna og jókst um 71 milljónir króna milli ára. Eigið fé Ölgerðarinnar var 9,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 36%. Þá lækkuðu vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé um 934 milljónir króna á tímabilinu.

„Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi þróun í vexti Ölgerðarinnar á árinu og góðar viðtökur viðskiptavina okkar við vörum okkar og nýsköpun.  Starfsfólk Ölgerðarinnar hefur lagt hart að sér að leita leiða til hagræðingar í rekstri samhliða  aukinni framleiðslu og þess njóta viðskiptavinir og neytendur þar sem  verð um áramót hækka talsvert minna en verðlag síðasta árs” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Upplýsingar veita Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010 og Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491.

Viðhengi



EN
12/01/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260225

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260225 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260225 fyrir 1.000 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,00% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðs...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 mi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta annars vegar og hins vegar sameiginlega sölu stjórnenda á kaupréttarhlutum, sem fór fram samdægurs Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og ...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fjórtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2025. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 20.812.500 nýjum hlutum í félaginu. Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 20.812.500 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.864.215.413 að naf...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar var haldinn 8. maí 2025 í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður fundarins. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch