OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Upplýsingar um rekstrarafkomu fjárhagsársins 2022

Upplýsingar um rekstrarafkomu fjárhagsársins 2022

Upplýsingar um rekstrarafkomu fjárhagsársins 2022

Samkvæmt drögum að ársuppgjöri Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið 2022 sem nú liggja fyrir, nemur EBITDA afkoma félagsins 4,56 ma.kr. Í tilkynningu vegna 9 mánaða uppgjörs Ölgerðarinnar sem birt var 12. janúar sl. kom fram að gert væri ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins yrði í efri enda áður útgefinnar afkomuspár, sem var á bilinu 4,1 – 4,4 ma.kr.

Nokkrir þættir valda betri afkomu og má þar nefna að fjölgun ferðamanna til Íslands hefur aukið umsvif á hótel- og veitingamarkaði. Talsverð aukning varð í seldum lítrum af drykkjarvörum og styrktu vörumerki félagsins sig í sessi, einkum í bjór og áfengum drykkjarvörum. Framleiddir lítrar jukust um 14% milli ára og framleiddar einingar um 17%. Hagræðing í rekstri hefur skilað því að félagið hefur ekki þurft að hækka framleiðsluvörur sínar í samræmi við almenna verðlagsþróun.

Tekjur félagsins vegna vatnsútflutnings Iceland Spring ehf hafa vaxið talsvert og árið 2022 var það besta í rekstri Iceland Spring frá upphafi. Sala félagsins á vatni hefur tvöfaldast frá árinu 2020.

Hafa ber í huga að upplýsingar sem koma fram í þessari tilkynningu eru ekki byggðar á endanlegu uppgjöri eða endurskoðuðum niðurstöðum Ölgerðarinnar. Endanlegur ársreikningur félagsins fyrir fjárhagsárið 2022 verður birtur eftir lokun markaða 18. apríl nk. líkt og fram kemur í fjárhagsdagatali félagsins.



EN
15/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260225

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260225 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260225 fyrir 1.000 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,00% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðs...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 mi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta annars vegar og hins vegar sameiginlega sölu stjórnenda á kaupréttarhlutum, sem fór fram samdægurs Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og ...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fjórtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2025. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 20.812.500 nýjum hlutum í félaginu. Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 20.812.500 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.864.215.413 að naf...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Ölgerðarinnar var haldinn 8. maí 2025 í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Meðfylgjandi eru helstu niðurstöður fundarins. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch