ORIGO Origo Hf

Origo hf. – Viðbrögð vegna Covid-19 og frestun arðgreiðslu

Origo hf. – Viðbrögð vegna Covid-19 og frestun arðgreiðslu

 Reykjavík, 18. mars 2020

  

Stjórn og stjórnendur Origo hf. hafa undanfarnar vikur búið félagið undir þær aðstæður sem hafa skapast vegna Covid-19 veirufaraldursins og efnahagslegar afleiðingar hans.  Félagið er vel í stakk búið til að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður, hvort sem litið er til högunar þjónustu við viðskiptavini, fjárhags- eða lausafjárstöðu.  Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem ríkir um efnahagshorfur næstu mánuði er það engu að síður talið nauðsynlegt að gæta ítrustu varúðar í að treysta burðarstoðir félagsins enn frekar. 

Aðgerðir stjórnenda miða í fyrsta lagi að því að tryggja rekstrarsamfellu þannig að sem minnst truflun verði á þjónustu Origo við viðskiptavini.  Félagið þjónar í dag fyrirtækjum og stofnunum sem mörg hver gegna samfélagslega mikilvægu hlutverki, m.a. tengt íslenska heilbrigðiskerfinu, almannavörnum, samgöngum, fjármálaþjónustu og verslun. 

Í öðru lagi verður gætt sérstakrar varúðar hvað varðar styrk efnahags- og lausafjárstöðu til að mæta ófyrirséðum aðstæðum sem vísað er til hér að ofan.  Sem liður í því, þá hefur stjórn ákveðið að gera breytingar á greiðsludegi arðs frá því sem tilkynnt var á aðalfundi félagsins þann 6. mars sl.  Á fundinum var samþykkt að greiða út arð að upphæð kr. 0,4138 á hlut fyrir árið 2019, heildarfjárhæð um kr. 180.000.000 og miðað við útborgunardag arðs þann 19. mars nk.  Stjórn hefur ákveðið að fresta arðgreiðsludegi um óákveðinn tíma, en þó svo að nýr arðgreiðsludagur verður ekki seinna en 6. september 2020.

Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri, í síma 862 0310 eða á netfanginu  og Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í síma 8259001 eða á netfanginu .

EN
18/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Origo Hf

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda -

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda - Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti stjórnenda. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins Reykjavík 21. október 2020 Helstu fjárhagsupplýsingar:       Helstu fréttir úr starfsemi:-Sala á vöru og þjónustu nam 3.983 mkr á þriðja ársfjórðungi 2020 (15,0% tekjuvöxtur frá F3 2019) og 12.156 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 (15,7% tekjuvöxtur frá 9M 2019) [F3 2019: 3.463 mkr, 9M 2019: 10.509 mkr]          Tekjur allra sviða hafa aukist og afkoma batnað. -Framlegð 1.000 mkr(25,1%) á 3F og 2.984 mkr(24,5%) á 9M 2020[F3 2020:747mkr(21,6%), 9M 2019:2.520 mkr(24,0%)] H...

 PRESS RELEASE

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynn...

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynningarfundur - Reykjavík, 15 október 2020 Origo hf. heldur rafrænan kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna uppgjörs 3. ársfjórðungs félagsins fimmtudaginn 22 .október næstkomandi.  Á fundinum munu Jón Björnsson forstjóri og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynna rekstur og afkomu félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningin hefst kl. 08:30 og fer fram í gegnum fjarfundabúnað, en einnig verður hægt að fylgjast með netstreymi af fundinum. Skráning fer fram hér:   ...

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB Reykjavík, 30.september 2020 Victoria Sundberg hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo hf. Victoria hefur víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Hún hefur m.a leitt svið Greiðslu og Kjarnakerfa  fyrir fjármálastofnanir hjá Crosskey Banking Solutions AB LTD. Victoria mun hefja störf á fjórða ársfjórðungi 2020 og  Hakon Nyberg mun áfram leiða félagið tímabundið þangað til hún hefur störf. Ingimar Bjarnason, Stjórnarformaður Applicon AB: „Reynsla Victor...

 PRESS RELEASE

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020 Reykjavík 27. ágúst 2020 Sjá meðfylgjandi viðhengi. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch