NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova Klúbburinn birtir uppgjör 3ja ársfjórðungs.

Nova Klúbburinn birtir uppgjör 3ja ársfjórðungs.

Helstu niðurstöður á þriðja ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.166 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 3.090 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári sem skilar 2,4% heildar tekjuvexti á fjórðungnum milli ára.
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.353 m.kr. og vaxa um 193 m.kr. sem er 9,0% vöxtur á milli ára. Vörusölutekjur námu samtals 493 m.kr. og dragast saman um 133 m.kr. sem er 21,3% lækkun á milli ára.
  • EBITDA nam 1.010 m.kr. samanborið við 946 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og vex um 6,8% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 31,9% á fjórðungnum samanborið við 30,6% á fyrra ári.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var 507 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og vex um 11,5% milli ára.
  • Hagnaður tímabilsins var 206 m.kr. og lækkar um 83 milljónir. Lækkunin milli ára skýrist helst af hærri fjármagnsgjöldum sem skýrast m.a. af áhrifum hærri verðbólgu.
  • Veltufé frá rekstri á fjórðungnum er 1.010 m.kr. samanborið við 946 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári.
  • Vaxtaberandi skuldir, leiguskuldbindingar og aðrar skuldir í lok tímabilsins námu samtals 10.943 m.kr. í lok tímabilsins og hafa lækkað um samtals 4.033 m.kr. frá áramótum.
  • Hrein fjármagnsgjöld eru 250 m.kr. á tímabilinu og hækka um 157 m.kr. á milli ára. Hækkunin skýrist m.a. af hærri stöðu leiguskuldbindinga frá fyrra ári, hærri vöxtum á markaði m.v. fyrra ár sem og mikilli verðbólgu á tímabilinu.
  • Heildarfjárfestingar á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu 1.331 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í lok fjórðungsins og eigið fé nam 8.896 m.kr.
  • 30 bæjarfélög og sumarbústaðasvæði eru nú tengd 5G með samtals 90 sendum. Áætlað er að 5G sendar verði orðnir 106 í árslok 2022. 
  • Fyrsta áfanga í uppbyggingu á bylgjulengdarkerfi er nú lokið sem gefur tækifæri á samnýtingu með Ljósleiðaranum og Mílu.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri:

Dansinn hjá Nova er taktfastur og stigmagnast alveg eins og við viljum hafa það. Ársfjórðungurinn er samkvæmt væntingum þar sem viðskiptavinum heldur áfram að fjölga og þjónustutekjurnar þar með, innviðauppbygging er á áætlun og markaðsrannsóknir sýna vörumerkið vera að styrkjast. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar það með jákvæðum hætti. Neyslumynstur er að breytast á auknum hraða sem sést best á því að alþjóðlegar efnisveitur eru nú ráðandi á sjónvarpsmarkaði hér á landi á sama tíma og við sjáum að 40% markaðarins eru ekki lengur með myndlykil. Þessi þróun skapar mikil tækifæri fyrir Nova þar sem viðskiptavinir okkar kjósa fjarskiptaþjónustu Nova óháð sjónvarpsefni. Viðskiptamódel Nova er því ólíkt og einfaldara öðrum á smásölumarkaði. Það eru miklar breytingar á fjarskiptamarkaði og samkeppnisforskot Nova liggur í því að félagið heldur á allri virðiskeðjunni eftir að hafa fjárfest í sterkum innviðum undanfarin ár. Samhliða innviðafjárfestingum sjáum við jákvæð áhrif á reksturinn koma fram þar sem framlegðarhlutfallið er að hækka. Við í Nova liðinu sjáum þannig mikil vaxtartækifæri í náinni framtíð og við horfum bjartsýn fram á veginn.”

Viðhengi



EN
27/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 20

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 20 Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 20 Í 20. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 2.400.000 eigin hluti að kaupverði 11.628.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)12/05/202509:58600.0004.852.910.00013/05/202510:17600.0004.842.904.00015/05/202510:03600.0004.792.874.00016/05/202510:36600.0004.902.940.000Samtals2.400.000 11.628.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Nova Klúbburinn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Nova klúbbsins hf. þann 27. mars 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Stjórn Nova Klúbbsins hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar til kaupa á eigin bréfum. Útgefið hl...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Leiðrétting - Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf.: Leiðrétting - Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Í yfirliti yfir helstu niðurstöður í rekstri Nova Klúbbsins á fyrsta ársfjórðungi 2025 í tilkynningu sem birt var í gær reyndist handbært fé frá rekstri rangt tilgreint. En handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins nemur 779 m.kr.  Helstu niðurstöður á fyrsta ársfjórðungi eru því eftirfarandi: Heildartekjur voru 3.324 m.kr. og vaxa um 4,0% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.651 m.kr. og vaxa um 6,7% á milli ára.EBITDA nam 989 m.kr. og vex um 9,3% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 29,8% á fjórðungnum samanborið við ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf.: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Áframhaldandi tekjuvöxtur skilar sér í sterkum EBITDA vexti og öflugu sjóðstreymi. Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,3 milljarðar og jukust um 4,0% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 6,7% og EBITDA jókst um 9,3%. Hagnaður fjórðungsins var 167 milljónir og eykst um 25,8% milli ára. Margrét Tryggvadóttir kveður í lok ársMargrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 18 ár í lykilhlutverki hjá félaginu. Hún hefur verið hluti af Nova fr...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Margrét skemmtana- og forstjóri kveður í lok árs

Nova Klúbburinn hf.: Margrét skemmtana- og forstjóri kveður í lok árs Margrét Tryggvadóttir kveður í lok ársMargrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 18 ár í lykilhlutverki hjá félaginu. Hún hefur verið hluti af Nova frá stofnun og leitt félagið sem forstjóri síðastliðin 7 ár. Margrét mun gegna starfi sínu áfram til 1. desember 2025 og verður stjórn félagsins og arftaka sínum innan handar við forstjóraskiptin auk þess sem hún mun sinna ráðgjöf fyrir félagið eftir að hún lætur af störfum. Margrét skilur við Nova í stöðugum og traustum v...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch