Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025
Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova
Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára.
Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi:
- Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli ára
- Þjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.
- EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á fjórðungnum samanborið við 29,8% á fyrra ári.
- Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 255 m.kr. og lækka um 3,5%
- Hagnaður fjórðungsins eftir skatta var 149 m.kr. og hækkar um 38,2%
- Handbært fé frá rekstri á tímabilinu er 763 m.kr.
- Eiginfjárhlutfall var 39,9% í lok tímabilsins og eigið fé nam samtals 9.456 m.kr.
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova
„Það er virkilega gott að sjá áfram sterkan rekstur byggðan á góðum grunni, með vöxt í öllum lykiltölum á öðrum ársfjórðungi. Þetta skiptir auðvitað máli á tíma þar sem við höfum sett stefnuna á enn frekari vöxt og ný tækifæri til að auka tekjur. Hver einasti áfangi skiptir máli og boðar þetta gott fyrir framtíðina. Það sem gleður mig mest er að finna þann mikla meðbyr og metnað sem knýr Nova áfram.
Við höfum stigið fyrstu skrefin í spennandi samstarfi með Dineout og kynnt fyrir viðskiptavinum okkar nýjungar sem gera þeim kleift að fá enn meira fyrir peninginn. Það er alltaf ánægjulegt og gerir dansgólfið enn betra þegar viðskiptavinir okkar finna virði og gleði í því að vera í viðskiptum hjá okkur og það er Nova í hnotskurn. Gott uppgjör er ekki síst staðfesting á því að viðskiptavinir okkar kunna að meta það sem við erum að gera og að stefnan er í rétta átt.
Á sama tíma er vegferðin sem við lögðum upp með í ársbyrjun, um stofnun Nova Innviða, á góðri leið. Með því stefnum við að betri nýtingu innviða og fjárfestinga, sem mun styrkja bæði rekstur og þjónustu til framtíðar.
Við fengum líka þann heiður að vera valin fyrirmyndarfyrirtæki VR í stærstu vinnustaðarannsókn landsins. Þetta eru kannski þær fréttir sem mér þykir vænst um á ársfjórðungnum. Þetta staðfestir að Nova liðið, er einfaldlega besta liðið, að fólkið okkar upplifir að það sé gaman í vinnunni. Og þegar fólki líður vel, þá líður viðskiptavinum okkar vel líka. Þetta er hringrás gleði og árangurs sem hefur sannað sig aftur og aftur, hún skilar sér í metnaði, upplifun og að lokum í góðu uppgjöri annars ársfjórðungs sem við fögnum í dag”.
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn á morgun, föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð.
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum.
Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast, ásamt kynningarefni, á .
Velkomið er að senda spurningar fyrir kynningarfundinn eða á meðan á honum stendur á netfangið
Viðhengi
