NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova Klúbburinn hf.: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2024

Nova Klúbburinn hf.: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2024

Áframhaldandi fjölgun viðskiptavina í harðri samkeppni

Helstu niðurstöður á fyrsta ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.197 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2024 samanborið við 3.195 m.kr. á fyrra ári. Á samanburðarári tekjufærði félagið einskiptislið að fjárhæð 37 m.kr. vegna sölu eigna, leiðrétt fyrir því er 1,3% tekjuvöxtur á milli ára.
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.484 m.kr. og vaxa um 4,5% á milli ára.
  • EBITDA nam 903 m.kr. samanborið við 949 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 28,2% á fjórðungnum samanborið við 29,7% á fyrra ári.
  • Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 132 m.kr. og lækkar um 28 m.kr. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á fyrra ári eykst hagnaður um 3 m.kr. á milli ára.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum er 582 m.kr. samanborið við 169 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 197 m.kr. og lækka um 17,9% frá fyrra ári.
  • Eiginfjárhlutfall var 39,7% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.364 m.kr.
  • Viðskiptavinum fjölgar milli ára, bæði í Flakk- og Fastneti.

 

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

”Árið 2024 byrjar af miklum krafti en einnig með áskorunum. Með gleðina og metnaðinn að vopni hefur Nova liðið tekist á við þessar áskoranir sem samhent lið. Það hefur skilað því að fjölgað hefur í viðskiptavinahópi Nova þrátt fyrir harða samkeppni og krefjandi stöðu í íslensku efnahagslífi. Mikil krafa er í samfélaginu um að ná stöðugleika, hlúa að innviðum og halda áfram uppbygginu þeirra, á sama tíma og kostnaðarhækkanir hafa verið áskorun og þrýst á þörf fyrir verðhækkanir. Þjónustutekjur hafa vaxið en vörusala heldur áfram að dragast saman þar sem viðskiptavinir eiga símtækin sín lengur en áður, en það hefur þó lítil áhrif á rekstrarniðurstöðu. Framlegð af vörusölu er almennt lág ef miðað er við þjónustutekjur. Aftur á móti hafa þjónustutekjur hækkað milli ára sem vegur upp lækkun á tekjum af vörusölu. Stækkun þjónustusvæðis á síðasta ári með nýjum samstarfsaðilum hefur fengið góðar viðtökur sem og sérlausnir til stórnotenda á fyrirtækjamarkaði. Samkeppnin er mikil og öflug og það gerir leikinn skemtilegan. En stefna okkar er að öll sem eru í viðskiptum hjá Nova fái bestu kjörin og það á við bæði um nýja viðskiptavini sem og þá sem hafa verið með okkur lengi.  Skýr stefna félagsins um að halda besta netinu, bestu þjónustunni, og ávallt færa viðskiptavinum mesta virðið hefur skilað sterkri stöðu og miklum tækifærum fyrir frekari vöxt. Þetta hefur skilað sér í að okkar viðskiptavinir eru þeir ánægðustu ár eftir ár. Markmið okkar er að halda áfram að auka ánægju viðskiptavina okkar en hún og tryggð okkar frábæra viðskiptavinahóps eru alltaf okkar verðmætasta eign.”

Viðhengi



EN
06/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 44

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 44 Í 44. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 2.400.000 eigin hluti að kaupverði 11.790.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)27.10.202513:34600.0004,962.976.00028.10.202509:34600.0004,942.964.00029.10.202515:14600.0004,952.970.00031.10.202509:31600.0004,802.880.000Samtals2.400.000 11.790.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljó...

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðung...

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 Góð afkoma og mikil tækifæri til vaxtar Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,5 milljarðar og jukust um 3,7% milli ára, þjónustutekjur námu 2,8 milljörðum og hækkuðu um 1,8%. EBITDA var 1,1 milljarður og lækkaði um 7,4%, EBITDA hlutfallið var 31,6%. Hagnaður fjórðungsins var 228 milljónir og lækkaði um 29,3% milli ára. Helstu niðurstöður á þriðja ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.514 m.kr. og vaxa um 3,7% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.761 m.kr. og va...

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samninga um framsal ...

Nova klúbburinn hf: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag SendafélagsinsNova hf. (kt. 531205-0810) og Sýn hf. (kt. 470905-1740) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43 Í 43. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 2.400.000 eigin hluti að kaupverði 11.886.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)20.10.202513:20600.0004,972.982.00021.10.202515:29600.0004,962.976.00023.10.202514:18600.0004,962.976.00024.10.202514:53600.0004,922.952.000Samtals2.400.000 11.886.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljó...

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf.: Þuríður Björg lætur af störfum hjá Nova

Nova klúbburinn hf.: Þuríður Björg lætur af störfum hjá Nova Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur starfað hjá Nova frá stofnun og setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Þuríður lætur af störfum um næstu mánaðarmót en mun áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður er með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og er stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hefur sinnt margvíslegum verkefnum, m.a....

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch