NOVA PLATINUM NOVA HF

Rekstrarhagnaður Nova eykst um 26,4% milli ára

Rekstrarhagnaður Nova eykst um 26,4% milli ára

Rekstrarhagnaður Nova eykst um 26,4% milli ára

  • Áfram góður EBITDA vöxtur og bætt EBITDA hlutfall milli tímabila
  • Þjónustutekjur Nova vaxa um 9,9% á milli ára og heildartekjur um 7,5%
  • Nova skorar á markaðinn og stendur vörð um loforðið að viðskiptavinir fái mest fyrir peninginn hjá Nova, alltaf

Þjónustutekjur Nova námu samtals 2.378 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi og vaxa um 213 m.kr., sem er 9,9% vöxtur á milli ára. Þjónustutekjur halda þannig áfram að vaxa hratt og er vöxturinn fyrst og fremst tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á tímabilinu. Tekjur af vörusölu dragast saman um 23 m.kr. Áfram er góður EBITDA vöxtur á milli ára eða 16,4% og EBITDA hlutfallið hækkar á milli tímabila.

Heildartekjur voru 3.195 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við 2.972 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári. EBITDA nam 949 m.kr. samanborið við 816 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og var EBITDA hlutfallið 29,7% fyrir fyrsta ársfjórðung og vex frá 27,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 437 m.kr. en var 364 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári og vex um 26,4% milli ára en hagnaður tímabilsins var 159 m.kr.

Breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu og þjónustu viðskiptavina sem hyggjast ferðast til útlanda. Einfaldari þjónusta, lægra verð og bætt yfirsýn var höfð að leiðarljósi en markmið Nova er að viðskiptavinir fái mest fyrir peninginn hjá Nova, alltaf.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

„Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs er samkvæmt okkar áætlun og dansinn er taktfastur. Á fyrsta ársfjórðungi endurnýjaði Nova tíðniheimildir til 20 ára sem eru nýttar fyrir 4G og 5G þjónustu. Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafjörður voru tengd 5G og er uppbygging samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að öll bæjarfélög með yfir 500 íbúa séu tengd 5G í lok þriðja ársfjórðungs en Nova hefur verið fremst í uppbyggingu 5G á Íslandi og er í dag með stærsta 5G þjónustusvæðið. Viðskiptavinum Nova fjölgar og ánægja eykst en við trúum að með því að við höldum áfram að skora á okkur og markaðinn tryggjum við áframhaldandi velgengni inn í framtíðina. Fyrir sumarið kynnum við nú ódýrari og einfaldari þjónustu á ferðalögum erlendis. Með því að einfalda vöruna og lækka verðið viljum við auka enn frekar á ánægju viðskiptavina og standa við loforðið um að viðskiptavinir okkar fái alltaf mest fyrir peninginn hjá Nova, alltaf.“



Í viðhengi er árshlutauppgjör Nova fyrir fyrsta ársfjórðung 2023, auk ítarlegrar uppgjörstilkynningar. 

Nánari upplýsingar veita: 

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, , s. 770 1070   

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri, , s. 770 1090.  

Viðhengi



EN
02/05/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34 Í 34. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.829.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)18.8.202511:24600.0004,932.958.00019.8.202511:24600.0004,932.958.00020.8.202509:32600.0004,932.958.00021.8.202509:31600.0004,902.940.00022.8.202511:23600.0005,033.015.000Samtals3.000.000 14.829.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýjum tæknilausnum. ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 Í 33. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.622.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)11.5.202813:15600.0004,842.904.00012.8.202510:37600.0004,872.922.00013.8.202515:26600.0004,872.922.00014.8.202514:05600.0004,852.910.00015.8.202510:29600.0004,942.964.000Samtals3.000.000 14.622.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára. Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir l...

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaða á morgun, 14. ágúst Nova Klúbburinn hf. birtir árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch