REGINN Reginn hf

Heimar hf.: Kaup á fasteignum Exeter hótels

Heimar hf.: Kaup á fasteignum Exeter hótels

Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“)  hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf. Seljendur eru MF2 hs. og Laxamýri ehf.  

Tryggvagata ehf. á fasteignirnar Tryggvagötu 14, og Tryggvagötu 10 í miðborg Reykjavíkur. Heildarfermetrafjöldi fasteignanna er um 5.500 m2. Fasteignirnar eru heilar nýlegar eignir byggðar árið 2018 og eru staðsettar innan skilgreindra kjarnasvæða Heima. Kaupin samræmast því stefnuáherslum félagsins.

Um er að ræða kaup á 106 herbergja, 4 stjörnu hóteli í miðborg Reykjavíkur og aðliggjandi skrifstofubyggingu. Exeter hótel hefur á síðustu misserum fest sig í sessi sem eitt af bestu hótelum borgarinnar og er það staðsett á eftirsóttum stað með einstakt útsýni yfir höfnina. Hótelið býr yfir framúrskarandi staðsetningu, nútímalegri hönnun og gæðaþjónustu sem tryggir hátt nýtingarhlutfall og verðmætasköpun til framtíðar.

Eignirnar eru í útleigu og  leigutakar í eignunum eru Exeterhouse ehf., rekstraraðili Exeter hótels, og Aton Jl.  

Heildarvirði (e. enterprise value) Tryggvagötu ehf. samkvæmt kaupsamningi nemur  kr. 6.375.000.0000. Kaupverð greiðist að fullu með reiðufé og yfirtöku skulda.

Stjórnendur Heima áætla að áhrif kaupanna á EBITDA félagsins á ársgrundvelli verði 454 m.kr. í kjölfar viðskipta.

Kaupsamningurinn er háður ýmsum fyrirvörum, m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum á síðari stigum eftir því sem tilefni er til og samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins.

LEX var ráðgjafi Heima í viðskiptunum og Arion banki og BBA // Fjeldco voru ráðgjafar seljenda.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., s. 821 0001



EN
20/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch