REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Framlenging gildistíma valfrjáls tilboðs í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. til 13. nóvember 2023

Reginn hf.: Framlenging gildistíma valfrjáls tilboðs í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. til 13. nóvember 2023

Vísað er til opinbers tilboðsyfirlits, dags. 10. júlí 2023, sbr. viðauka, dags. 14. september 2023, í tengslum við valfrjálst tilboð Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið“).

Með vísan til 6. mgr. 103. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands í dag samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjálsa tilboðsins um fjórar vikur frá 16. október nk. eða fram til kl. 13:00 þann 13. nóvember nk.

Umrædd framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins kemur til í ljósi þess að félagið telur líkur á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirhuguðum viðskiptum verði ekki lokið þegar fyrri gildistími tilboðsins hefði átt að renna út þann 16. október nk. Fyrirhuguð viðskipti eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu en stofnunin hefur tilkynnt Reginn að innsend samrunatilkynning sé fullnægjandi að efni og að tímafrestir hafi byrjað að líða þann 2. október 2023.

Framlenging á gildistíma valfrjálsa tilboðsins hefur engin áhrif á þá sem þegar hafa samþykkt tilboðið og þurfa þeir hluthafar Eikar sem þegar hafa samþykkt tilboðið ekki að aðhafast neitt.

Framlenging á gildistímanum felur ekki í sér breytingar á valfrjálsa tilboðinu.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001



EN
06/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to...

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to Heimar's Acquisition of Tryggvagata ehf. Reference is made to the announcement by Heimar hf. (“Heimar” or the “Company”), dated 20 February 2025, regarding Heimar’s acquisition of all shares in Tryggvagata ehf. The announcement stated that the transaction was subject to various conditions, including the outcome of due diligence reviews and approval from the Icelandic Competition Authority.  The Icelandic Competition Authority has now notified the Company that it sees no grounds for intervention or further investigation ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima ...

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima á Tryggvagötu ehf. Vísað er til tilkynningar Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“), dags. 20. febrúar 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Tryggvagötu ehf. Í tilkynningunni kom fram að kaupin væru háð ýmsum fyrirvörum, m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.   Samkeppniseftirlitið hefur nú tilkynnt um að það telji ekki forsendur til íhlutunar eða frekari rannsóknar vegna kaupanna. Fyrirvaranum um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur því verið aflétt. Unnið er að afléttingu annarra fyrir...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Q1 Earning Preview

Heimar hf.: Q1 Earning Preview Continued Real Revenue Growth An overview of the key operating figures Q1 2025 Operating revenues amounted to ISK 3.7 billion in the first three months of the year, with rental income increasing by 4.3% year-on-year.Real growth in rental income on a Like-for-Like portfolio was 1.2% year-on-year.EBITDA amounted to ISK 2.45 billion, an increase of 3.2% compared to the same period last year.Net profit was ISK 1.4 billion, compared to ISK 3.9 billion in the same period of the previous year.Investment properties were booked at ISK 194 billion.The fair value chan...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Afkomutilkynning fyrsta ársfjórðungs

Heimar hf.: Afkomutilkynning fyrsta ársfjórðungs Áframhaldandi raunvöxtur tekna Helstu rekstrartölur frá fyrsta ársfjórðungi 2025 Rekstrartekjur námu 3,7 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins og leigutekjur hækka um 4,3% frá fyrra ári. Raunvöxtur leigutekna á sambærilegu eignasafni milli ára er 1,2%. EBITDA nam 2,45 ma.kr. og eykst um 3,2% milli ára.Hagnaður var 1,4 ma.kr. samanborið við 3,9 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingaeignir voru bókfærðar á 194 ma.kr. Matsbreyting fjárfestingaeigna nam um 1,5 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins. Handbært fé nam 5,1 ma.kr. í lok ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi vi...

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 19 keypti Heimar hf. („Heimar“) 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 108.200.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.) 5.5.2025 15:11 1.000.000 36 36.000.000 7.5.2025 14:42 1.000.000 36 36.000.000 8.5.2025 11:24 1.000.000 36,2 36.200.000 Samtals   3.000.000   108.200.000 Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáæ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch