REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Hluthafafundur í Reginn hf. verður haldinn 4. júlí 2023

Reginn hf.: Hluthafafundur í Reginn hf. verður haldinn 4. júlí 2023

Stjórn Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) boðar til hluthafafundar í félaginu í Háteig fundarsal á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 4. júlí 2023 klukkan 16:00.

Þann 8. júní 2023 tilkynnti Reginn um ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð („tilboðið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um yfirtökur („lög um yfirtökur“). 

Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjár í Reginn. Hluthafar Eikar fá í sinn hlut  1.544.202.597 hluti í Regin eða 46,0%1 útgefins hlutafjár í kjölfar viðskipta miðað við útgefið hlutafé Regins þann 7. júní 2023. Hlutfallið endurspeglar markaðsvirði hvors félags miðað við síðasta viðskiptaverð hluta Eikar (kr. 10,4 á hlut) og Regins (kr. 23,0 á hlut) í kauphöll Nasdaq Iceland hf. („kauphöll“) þann 7. júní 2023. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta nemur kr. 3.415.063.435 og er markaðsvirði Eikar í viðskiptunum kr. 35.516.659.724. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Regins nemur kr. 1.809.546.970 og markaðsvirði Regins í viðskiptunum er kr. 41.619.580.310. Tilboðið mun taka til allra hluta í Eik sem ekki eru þegar í eigu Eikar. Fyrir á Reginn enga hluti í Eik.

Tilboðið verður meðal annars háð skilyrðum um að samþykki fáist frá viðeigandi yfirvöldum, svo sem Samkeppniseftirlitinu, að hluthafar sem ráða yfir að minnsta kosti 67% atkvæðisréttar í Eik gangi að tilboðinu og að hluthafafundur Regins veiti stjórn félagsins heimild til þess að auka hlutafé félagsins til þess að standa við uppgjör á tilboðinu.

Nánari upplýsingar um tilboðið, þar með talið endanlega skilmála þess og skilyrði, munu koma fram í tilboðsyfirliti samkvæmt XI. kafla laga um yfirtökur sem verður birt og sent hluthöfum Eikar á næstu vikum að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

1.         Heimild til handa stjórn til hækkunar hlutafjár.

Stjórn Regins leggur til breytingar á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis að við greinina bætist heimild til handa stjórn félagsins til þess að auka hlutafé þess um allt að kr. 1.544.202.597 að nafnverði til þess að efna uppgjör á valfrjálsu yfirtökutilboði í allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. Áskriftargengi skal vera í samræmi við skilmála valfrjálsa tilboðsins. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti samkvæmt 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Heimildin skal gilda í tólf mánuði frá samþykkt.

2.         Önnur mál, löglega fram borin.



Meðfylgjandi er fundarboð, tillaga og greinargerð stjórnar með nánari upplýsingum.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins .

Stjórn Regins hf.






1 Reginn kann að gefa út nýtt hlutafé fram að afhendingardegi og af þeim sökum getur skiptihlutfallið breyst.



 

Viðhengi



EN
12/06/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch