REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Niðurstöður aðalfundar 2020

Reginn hf.: Niðurstöður aðalfundar 2020

Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, miðvikudaginn 11. mars 2020  í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

  1. Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2019.

  1. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2019:

Aðalfundur samþykkti að greiddur yrði arður til hluthafa vegna næstliðins reikningsárs að fjárhæð 0,30 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár, samtals 535 millj. kr. Hlutabréf sem viðskipti eru með, frá og með 12. mars 2020, verða án arðsréttinda (arðleysisdagur). Miðað verður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 13. mars 2020 (arðsréttindadagur) hvað varðar rétt hluthafa til arðgreiðslu. Arður verður greiddur út þann 27. mars 2020 (arðgreiðsludagur). Að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu.

  1. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

  1. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum:

Samþykkt var tillaga stjórnar um að veita heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna er að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun samkvæmt heimild í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglugerð nr. 630/2005 (viðauki).

  1. Breyting á samþykktum félagsins:

Samþykktur var viðauki við samþykktir félagsins í kjölfar samþykktar 4. dagskrárliðs.

Samþykkt var tillaga um lækkun á hlutafé um 43.091.859 kr. að nafnverði eða sem nemur 43.091.859 hlutum, til ógildingar eigin hluta. Við samþykkt þeirrar tillögu var gerð breyting á 4. gr. samþykkta félagsins.

Samþykkt var tillaga um að kjósa ekki varastjórn í félaginu. Við samþykkt þeirrar tillögu var gerð breyting á 23. gr. samþykkta félagsins.

  1. Kosning félagsstjórnar:

Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:

Albert Þór Jónsson,

Bryndís Hrafnkelsdóttir,

Guðrún Tinna Ólafsdóttir,

Heiðrún Emilía Jónsdóttir,

Tómas Kristjánsson.

Ekki kom til kjörs í varastjórn í kjölfar samþykktar í 5. dagskrárlið.

  1. Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að Ernst & Young ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík, yrði kjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins í samræmi við tilmæli endurskoðunarnefndar til stjórnar um kjör ytri endurskoðanda í kjölfar útboðs.

  1. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum:

Eftirfarandi aðilar voru sjálfkjörin í tilnefningarnefnd félagsins:

Guðfinna S. Bjarnadóttir,

Ína Björk Hannesdóttir,

Sigurjón Pálsson. 

  1. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar að fenginni breytingatillögu frá stjórn félagsins:

Stjórnarformaður: 698.000 kr. á mánuði.

Meðstjórnendur: 355.000 kr. á mánuði.

Ekki kom til ákvörðun til þóknunar fyrir varastjórn í kjölfar samþykktar á 5. dagskrárlið.

Seta í undirnefndum stjórnar:

Nefndarmaður í starfskjaranefnd: 30.000 kr. á mánuði.

Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd: 80.000 kr. á mánuði.

Formaður endurskoðunarnefndar: 140.000 kr. á mánuði.

Nefndarmaður í tilnefningarnefnd: 60.000 kr. á mánuði.

Formaður tilnefningarnefndar: 90.000 kr. á mánuði.

  1. Önnur mál:

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

Viðhengi

EN
11/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with ...

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with the Buyback Program The buyback under the buyback program, which was announced on April 8 2024, has now been completed. In week 20, Heimar hf. (“Heimar”) purchased 2,950,000 own shares at a total purchase price of 109,310,000 ISK, as follows: Date Time Shares Purchased Transaction Price (Rate) Purchase Price (ISK) 13.5.2025   10:45 1,000,000   36.8 36,800,000 15.5.2025    10.56 1,000,000   36.6 36,600,000 16.5.2025    11:50 950,000   37.8 35,910,000 Total...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi vi...

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um þann 8. apríl sl. er nú lokið. Í viku 20 keypti Heimar hf. („Heimar“) 2.950.000 eigin hluti að kaupverði 109.310.000 kr. í samræmi við eftirfarandi:  Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.) 13.5.2025    10:45 1.000.000   36,8 36.800.000 15.5.2025    10:56 1.000.000   36,6 36.600.000 16.5.2025    11:50950.000    37,8 35.910.000 Samtals 2.950.000 109...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to...

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to Heimar's Acquisition of Tryggvagata ehf. Reference is made to the announcement by Heimar hf. (“Heimar” or the “Company”), dated 20 February 2025, regarding Heimar’s acquisition of all shares in Tryggvagata ehf. The announcement stated that the transaction was subject to various conditions, including the outcome of due diligence reviews and approval from the Icelandic Competition Authority.  The Icelandic Competition Authority has now notified the Company that it sees no grounds for intervention or further investigation ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima ...

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima á Tryggvagötu ehf. Vísað er til tilkynningar Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“), dags. 20. febrúar 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Tryggvagötu ehf. Í tilkynningunni kom fram að kaupin væru háð ýmsum fyrirvörum, m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.   Samkeppniseftirlitið hefur nú tilkynnt um að það telji ekki forsendur til íhlutunar eða frekari rannsóknar vegna kaupanna. Fyrirvaranum um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur því verið aflétt. Unnið er að afléttingu annarra fyrir...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Q1 Earning Preview

Heimar hf.: Q1 Earning Preview Continued Real Revenue Growth An overview of the key operating figures Q1 2025 Operating revenues amounted to ISK 3.7 billion in the first three months of the year, with rental income increasing by 4.3% year-on-year.Real growth in rental income on a Like-for-Like portfolio was 1.2% year-on-year.EBITDA amounted to ISK 2.45 billion, an increase of 3.2% compared to the same period last year.Net profit was ISK 1.4 billion, compared to ISK 3.9 billion in the same period of the previous year.Investment properties were booked at ISK 194 billion.The fair value chan...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch