REGINN Reginn hf

Reginn hf.: - Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2023

Reginn hf.: - Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2023

Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, þriðjudaginn 7. mars 2023 í fundarsalnum Gullfoss A, Fosshóteli Reykjavík, Þórunnartúni 1, 105 Reykjavík.

   1.   Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2022

   2. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2022:

Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2023, en vísar að öðru leyti til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður af rekstri ársins 2022 verður fluttur til næsta reikningsárs.

   3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

   4. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum:

Samþykkt var tillaga stjórnar um að veita heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna er að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun samkvæmt heimild í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, eftir atvikum reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik (viðauki), reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

   5. Breyting á samþykktum félagsins:

Samþykktur var viðauki við samþykktir félagsins í kjölfar samþykktar 4. dagskrárliðs.

Samþykkt var tillaga um lækkun á hlutafé um 13.605.127 kr. að nafnverði eða sem nemur 13.605.127 hlutum, til ógildingar eigin hluta. Við samþykkt þeirrar tillögu var gerð breyting á 4. gr. samþykkta félagsins.

   6. Kosning félagsstjórnar:

Eftirfarandi einstaklingar voru kjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:

   Tómas Kristjánsson, 

   Bryndís Hrafnkelsdóttir,

   Heiðrún Emilía Jónsdóttir, 

   Guðrún Tinna Ólafsdóttir,

   Benedikt Olgeirsson. 

   7. Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að Ernst & Young ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík, yrði kjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins í samræmi við tilmæli endurskoðunarnefndar til stjórnar um kjör ytri endurskoðanda.

   8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar:

Stjórnarformaður: 820.000 kr. á mánuði.

Meðstjórnendur: 410.000 kr. á mánuði.

Seta í undirnefndum stjórnar:

Nefndarmaður í starfskjaranefnd: 50.000 kr. á mánuði.

Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd: 110.000 kr. á mánuði.

Formaður endurskoðunarnefndar: 175.000 kr. á mánuði.

Nefndarmaður í tilnefningarnefnd: 60.000 kr. á mánuði.

Formaður tilnefningarnefndar: 95.000 kr. á mánuði.

     9. Önnur mál:

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

Viðhengi



EN
07/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch