REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hf.: Reginn gefur út græn skuldabréf



Reginn fasteignafélag (Nasdaq: REGINN) hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.

Skuldabréfaflokkurinn, REGINN50 GB, sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins, er verðtryggður til 30 ára og voru 5 milljarðar að nafnvirði seldir í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skuldabréfin bera 2,477% vexti og voru seld á pari. Áætlaður uppgjörsdagur útgáfunnar er 23. júlí nk. Sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf en fyrirhugað er að flokkurinn verði stækkaður á komandi árum. Fjármunirnir verða nýttir til uppgreiðslu óhagstæðari lána og til að styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt sértæku tryggingarfyrirkomulagi með veði í Hagasmára 1 (Smáralind). Þar til tryggingarbréf flokksins verður komið á fyrsta veðrétt greiðir Reginn 0,5% (50 punkta) vaxtaauka, en Reginn áformar að endurfjármagna aðrar áhvílandi skuldir á næstu sex mánuðum.

Reginn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni í sínum rekstri sem endurspeglast í metnaðarfullri sjálfbærnistefnu félagsins. Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna / endurfjármagna umhverfisvænar fjárfestingar, umhverfisvottaðar fasteignir og önnur verkefni sem samræmast umgjörð félagsins um græna fjármögnun (Green Financing Framework).

Lykilþáttur í vegferð Regins í umhverfismálum var alþjóðleg umhverfisvottun Smáralindar í janúar síðastliðnum, en Smáralind er fyrsta fasteignin á Íslandi sem hlýtur hina alþjóðlegu BREEAM In-Use umhverfisvottun. Félagið ætlar sér að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur.

Með tilkomu 70 ma.kr. útgáfuramma 2017 skapaðist tækifæri til að nýta eignasafn félagsins til fjölbreyttrar fjármögnunar sem tekur mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Útgáfa grænna skuldabréfa undir útgáfurammanum eykur enn á fjölbreytni í útgáfu félagsins. Í dag er rúmur helmingur lánasafns félagsins uppgreiðanlegur innan árs og gefa kjörin á græna skuldabréfinu, sem eru þau bestu sem Reginn hefur fengið frá upphafi, fyrirheit um lækkun fjármagnskostnaðar félagsins til framtíðar.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni .

Fossar markaðir hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og veittu Reginn ráðgjöf við gerð umgjarðar um græna fjármögnun.



Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri –   - S: 512 8900 / 899 6262

EN
30/06/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with ...

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with the Buyback Program The buyback under the buyback program, which was announced on April 8 2024, has now been completed. In week 20, Heimar hf. (“Heimar”) purchased 2,950,000 own shares at a total purchase price of 109,310,000 ISK, as follows: Date Time Shares Purchased Transaction Price (Rate) Purchase Price (ISK) 13.5.2025   10:45 1,000,000   36.8 36,800,000 15.5.2025    10.56 1,000,000   36.6 36,600,000 16.5.2025    11:50 950,000   37.8 35,910,000 Total...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi vi...

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um þann 8. apríl sl. er nú lokið. Í viku 20 keypti Heimar hf. („Heimar“) 2.950.000 eigin hluti að kaupverði 109.310.000 kr. í samræmi við eftirfarandi:  Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.) 13.5.2025    10:45 1.000.000   36,8 36.800.000 15.5.2025    10:56 1.000.000   36,6 36.600.000 16.5.2025    11:50950.000    37,8 35.910.000 Samtals 2.950.000 109...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to...

Heimar hf.: The Icelandic Competition Authority Raises No Objection to Heimar's Acquisition of Tryggvagata ehf. Reference is made to the announcement by Heimar hf. (“Heimar” or the “Company”), dated 20 February 2025, regarding Heimar’s acquisition of all shares in Tryggvagata ehf. The announcement stated that the transaction was subject to various conditions, including the outcome of due diligence reviews and approval from the Icelandic Competition Authority.  The Icelandic Competition Authority has now notified the Company that it sees no grounds for intervention or further investigation ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima ...

Heimar hf.: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Heima á Tryggvagötu ehf. Vísað er til tilkynningar Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“), dags. 20. febrúar 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Tryggvagötu ehf. Í tilkynningunni kom fram að kaupin væru háð ýmsum fyrirvörum, m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.   Samkeppniseftirlitið hefur nú tilkynnt um að það telji ekki forsendur til íhlutunar eða frekari rannsóknar vegna kaupanna. Fyrirvaranum um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur því verið aflétt. Unnið er að afléttingu annarra fyrir...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Q1 Earning Preview

Heimar hf.: Q1 Earning Preview Continued Real Revenue Growth An overview of the key operating figures Q1 2025 Operating revenues amounted to ISK 3.7 billion in the first three months of the year, with rental income increasing by 4.3% year-on-year.Real growth in rental income on a Like-for-Like portfolio was 1.2% year-on-year.EBITDA amounted to ISK 2.45 billion, an increase of 3.2% compared to the same period last year.Net profit was ISK 1.4 billion, compared to ISK 3.9 billion in the same period of the previous year.Investment properties were booked at ISK 194 billion.The fair value chan...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch