REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2022

Reginn hf.: Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2022

 

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2022 var samþykktur af stjórn þann 22. ágúst 2022.

  • Rekstrartekjur námu 5.760 m.kr.
  • Leigutekjur hækka um 10% frá fyrra ári.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.910 m.kr. og hækkar um 11% frá sama tímabili í fyrra.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna, í lok tímabils er 174.341 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu var 6.329 m.kr.
  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 3.664 m.kr. samanborið við 3.241 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 2.511 m.kr. Handbært fé í lok tímabils var 2.867 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 106.542 m.kr. í lok tímabilsins. samanborið við 96.086 m.kr. í lok árs 2021. Skuldahlutfall var 62,3% í lok tímabilsins og hækkar úr 60,8% frá síðustu áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall er 30,5%.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 2,02 en var 1,78 fyrir sama tímabil í fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 30. júní sl. voru 517.

Rekstur og afkoma

Afkoma félagsins er í samræmi við áætlanir og er reksturinn stöðugur og traustur. Mikill og vaxandi kraftur virðist einkenna atvinnulífið. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er góð, vanskil í lágmarki og greinileg merki um aukin umsvif í ferðageiranum.  Greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins er kominn í eðlilegt horf. Óvissa vegna COVID-19 er að mati stjórnenda félagsins hverfandi og hefur ekki áhrif á leigutaka. Í reikningum félagsins hefur verið tekið tillit til allra þeirra óvissuþátta sem stóðu eftir varðandi uppgjör frá COVID tímabilum. Rekstrartekjur á fyrrihluta ársins námu 5.760 m.kr. og þar af námu leigutekjur 5.419 m.kr. Hækkun leigutekna á öðrum ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra var 12%. Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafninu yfir þetta tímabil sem hafa áhrif á leigutekjur. Mismunur á tekjum frá keyptum og seldum eignum er um 70 m.kr. til hækkunar.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 3.910 m.kr. sem er um 11% hærra en á sama tímabili í fyrra. 

Eignasafn og efnahagur

Virði eignasafns félagsins er metið á 171.028 m.kr. Þar af eru þróunareignir metnar á 7.639 m.kr. Safnið samanstendur nú af 109 fasteignum sem alls eru um 381 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 98% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Heildar matsbreyting á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 6.329 m.kr.

Umsvif og horfur

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, eiginfjárhlutfall 30,5% (skilyrði 25%) en ekki eru lengur til staðar vaxtaþekjuskilyrði á samstæðu Regins. Í lok tímabilsins var handbært fé 2.867 m.kr. og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 m.kr. í lok tímabilsins.

Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan.

Góður árangur hefur  náðst í rekstri eigna félagsins auk reksturs í fasteignum. Á fyrstu sex mánuðum ársins  hafa verið gerðir leigusamningar vegna 16.000 m2  sem er um 17%  aukning frá sama tímabili fyrir ári. Árið hefur einkennst af  umfangsmiklum verkefnum við endurgerð og standsetningu leigurýma í núverandi eignasafni. Það sem af er ári hafa orðið nokkrar tafir á þessum verkefnum sem rekja má til þenslu í byggingargeiranum og skorts á aðföngum. Þessar tafir hafa valdið drætti á afhendingu nokkurra leigurýma, sem nú sér fyrir endann á.

Í kjölfar undirritunar leigusamnings um heilsugæslustöð á Akureyri fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands þá hafa framkvæmdir hafist að Sunnuhlíð 12. Sú framkvæmd mun standa yfir fram á haust 2023.

Kaup félagsins á eignunum  Hafnarstræti 17-19, Hafnarstræti 18 og Þingholtsstræti 2-4. eru rágengin. Kraftmikill hótel- og gistirekstur er í þeim eignum sem hafa verið afhentar félaginu þ.e. Hafnarstræti 17-19 og Þingholtsstræti 2- 4.

Í framhaldi af undirritun sáttar milli Samkeppniseftirlitsins og Haga hf. vegna fyrirhugaðra  viðskipta um uppbyggingu fasteignaþróunarfélags Klasa ehf., hefur verið unnið í frágangi þeirra viðskipta. Framlag Regins til þróunarfélagsins samanstendur af þróunar- og sölueignum sem alls eru metnar á 3.912 m.kr. Undirbúningi við að flytja eignasafn yfir í þróunarfélagið er lokið. Alls eru það 16 sölueignir og 5 lóðir sem mynda það eignasafn sem Reginn leggur til inn í þróunarfélagið. Hluti tekjuberandi sölueignanna hefur verið seldur og mun söluandvirði þeirra, sem nemur um 1.100 millj. kr., verða hluti viðskiptanna. Áhrif viðskiptanna á hagnað fyrir skatt eru 651 m.kr. og koma þau að fullu fram í virðismati fjárfestingareigna 30. júní 2022. Ráðgjafi Regins í viðskiptunum er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Í byrjun ársins var kauptilboð félagsins í Dvergshöfða 4 samþykkt, um er að ræða  10.000 m2 skrifstofubyggingu sem staðið hefur uppsteypt að hluta sl. 14 ár. Þessi kaup eru nú frágengin. Fljótlega eftir kaupin hóf félagið markaðssetningu verkefnisins auk vinnu við að endurhanna verkefnið frá grunni. Upphaf að endurhönnun verkefnisins var alþjóðleg arkitektasamkeppni þar sem sett voru metnaðarfull markmið m.a. varðandi sjálfbærni,  snjalllausnir, sveigjanleika og hagkvæmni.  Nú standa yfir viðræður við væntanlega leigutaka og er vænst að þeim ljúki í haust. Samhliða er unnið að forhönnun verkefnisins með svissneskum arkitektum sem urðu hlutskarpastir í samkeppninni.

Hafnartorg Gallery opnaði um miðjan ágúst sl. og hafa þá þrjár nýjar verslanir og sjö veitingastaðir bæst við Hafnartorg. Með því hefur Hafnartorg stækkað umtalsvert og fjölgað í flóru þeirra glæsilegu verslana og vandaðra veitingastaða auk menningartengdrar starfsemi á svæðinu. Við opnun þessa nýja hluta Hafnartorgs er nýting Hafnartorgs orðin 90% en fimm útleigubil sem eru á besta stað á svæðinu verða leigð út síðar á árinu. Ætlunin er að Hafnartorg og ekki síst Hafnartorg Gallery verði í lykilhlutverki við að gefa fólki færi á njóta lífsins í miðborginni frá morgni til kvölds allt árið um kring.

Opnun Hafnartorgs Gallery markar um leið tímamót í borginni því nú eru lokaskrefin tekin í langri uppbyggingarsögu á svæðinu milli Lækjartorgs og Hörpu, einu stærsta og mikilvægasta þróunarverkefni borgarinnar frá upphafi, þar sem ný íbúabyggð, atvinnustarfsemi, almenningsrými, verslun og þjónusta auk ráðstefnuhalds og menningarinnarstarfs í Hörpu bætast við miðborgina. Uppbyggingu á svæðinu lýkur síðar á þessu ári þegar framkvæmdum við nýtt hús Landsbankans lýkur.

Fjármögnun / Endurfjármögnun

Félagið tók VTR lán að fjárhæð 4.290 m.kr. í júní sem nýtt voru til fjármögnunar á kaupum fasteigna og þróunareigna sem fjárfest var í á öðrum ársfjórðungi. Unnið er að undirbúningi endurfjármögnunar skuldabréfaflokks sem tengist Egilshöll. Áætluð tímasetning er október nk., lánsloforð vegna brúarfjármögnunar liggur fyrir.

Sjálfbærnistefna og grænar áherslur

Í samræmi við stefnu félagsins í sjálfbærnimálum liggur fyrir umhverfisskýrsla vegna ársfjórðungsins. Góður árangur hefur náðst í öllum þeim þáttum sem mælingar taka til. Umhverfisskýrslu fyrir ársfjórðunginn og samanburð við fyrri tímabil er að finna á heimasíðu félagsins, .

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu uppgjörs boðar Reginn hf. til opins kynningarfundar þriðjudaginn 23. ágúst nk. kl. 8:30 í Hafnartorgi Gallery. Gengið er inn um aðalinngang Hafnartorgs Gallery á Geirsgötu 17 en einnig er innangengt með rúllustiga beint úr bílakjallara undir Hafnartorgi. Innkeyrslur í bílakjallarann eru hjá Hörpu og á Geirsgötu. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn.

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. mun kynna uppgjör fyrstu sex mánaða ársins 2022 og svara spurningum að lokinni kynningu. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið .

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins og kynningargögn á /fjarfestavefur

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262

Viðhengi



EN
22/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch