REGINN Reginn hf

Reginn hf. – Stefnuáherslur vegna valfrjáls tilboðs í hlutafé Eikar fasteignafélags hf.

Reginn hf. – Stefnuáherslur vegna valfrjáls tilboðs í hlutafé Eikar fasteignafélags hf.

Vísað er til opinbers tilboðsyfirlits, dags. 10. júlí 2023, í tengslum við valfrjálst tilboð Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið“), auk annarra tilkynninga sem félagið hefur sent frá sér vegna valfrjálsa tilboðsins.

Í opinberu tilboðsyfirliti Regins í tilefni af valfrjálsa tilboðinu er fjallað um framtíðaráform og stefnuáherslur sameinaðs félags í kjölfar þeirra viðskipta sem um ræðir. Til þess að varpa nánara ljósi á umrædd áform og mögulega útfærslu viðskiptanna hefur Reginn – í tilkynningu, dags. 30. ágúst 2023, vegna afkomu félagsins á fyrri hluta árs 2023 og kynningu á uppgjörinu sem birt var þann 31. ágúst – kynnt nánar tilgreindar áherslur sem horft verður til á vettvangi sameinaðs félags Regins og Eikar.

Reginn telur rétt að árétta þessar áherslur í tilkynningu þessari þannig að tryggt sé að þær séu jafn aðgengilegar öllum hluthöfum áður en þeir taka upplýsta ákvörðun um valfrjálsa tilboðið. Að öðru leyti vísast til nánari umfjöllunar í uppgjörstilkynningu Regins, dags. 30. ágúst 2023, og kynningu á uppgjörinu, dags. 31. ágúst.

Samkvæmt nánari kynningu á tilboðinu er stefnt að:

60% skuldsetningarhlutfall í sameinuðu félagi

  • Söluandvirði eigna verði ráðstafað til uppgreiðslu skulda til að viðhalda 60% skuldahlutfalli.
  • Afgangi söluandvirðisins verði ráðstafað í arðgreiðslur, fjárfestingar eða blöndu af þessu tvennu.
  • Þetta er mögulegt þar sem yfirtökutilboðið er fullfjármagnað og hluthafafundur Regins samþykkti mótatkvæðalaust heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár til að efna uppgjör á valfrjálsa yfirtökutilboðinu.

Í kjölfar stefnumarkandi fjárfestinga undanfarin ár eykst arðgreiðsluhæfi

  • Vatnaskil eru í endurbótum á eignasafni Regins þar sem þróun meginkjarna Regins er á lokametrum sem aftur eykur arðgreiðsluhæfi sameinaðs félags.
  • Á undanförnum árum hefur Reginn fjárfest fyrir um 5 ma.kr. í umbreytingu eigin fasteigna á ári en áætlar að sú fjárhæð muni lækka um 1,5 . á næstu árum.
  • Mat Regins er að sameinað félag ætti að hafa arðgreiðslugetu um 5-6 ma.kr. á ári, sem jafngildir 1,5 kr.- 1,8 kr. á hlut.

Meirihluti þróunareigna Eikar seldur á markaði

  • Ráðgert er að meirihluti þróunareigna Eikar verði seldur á markaði en minnihluti verði settur í umsjón Klasa.
  • Þessi leið skilar verðmætum hraðar til hluthafa sameinaðs félags auk þess sem allir hluthafar sameinaðs félags hafa hag af og eignast hlutdeild í þróunarverkefnum.
  • Með þessu næst fram aukinn skýrleiki um framkvæmd viðskiptanna.



Á grundvelli þessarar nálgunar hefur Reginn skilað inn samrunaskrá til Samkeppniseftirlitsins og er hún í lögbundnum farvegi. Eins og fram hefur komið í fyrri tilkynningum hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fallist á beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjálsa tilboðsins um fjórar vikur eða til kl. 13:00 þann 16. október næstkomandi. Valfrjálsa tilboðið er háð skilyrðum um að Samkeppniseftirlitið geri ekki athugasemdir við viðskiptin eða setji viðskiptunum skilyrði sem Reginn sættir sig ekki við og að handhafar að lágmarki 75% atkvæðaréttar Eikar samþykki tilboðið.



Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001



EN
31/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch