Reginn hf. – Tilkynning frá Tilnefningarnefnd Regins hf.
Tilnefningarnefnd Regins hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Regins fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 10. mars 2021.
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er til föstudagsins 29. janúar 2021 og skal senda þær á . Tilnefningar nefndarinnar um stjórn félagsins verða birtar samhliða birtingu fundarboðs aðalfundar, sem samkvæmt samþykktum félagsins er boðað til með skemmst þriggja vikna fyrirvara.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins .
Tilnefningarnefnd Regins hf.