REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Undirritun viljayfirlýsingar Regins hf., Haga hf., og Klasa ehf. um uppbyggingu og rekstur á fasteignaþróunarfélagi

Reginn hf.: Undirritun viljayfirlýsingar Regins hf., Haga hf., og Klasa ehf. um uppbyggingu og rekstur á fasteignaþróunarfélagi



Reginn hf. hefur í dag, 24. september 2021, undirritað viljayfirlýsingu við Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eigenda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. Reginn hf. og Hagar hf. munu ganga í eigendahóp Klasa ehf. að undangenginni hlutafjáraukningu í hinu síðastnefnda félagi. Viljayfirlýsing þessi er í samræmi við áður kynnt áform Regins hf. um umbreytingu og þróun eignasafns félagsins þ.m.t. þátttöku í öflugu fasteignaþróunarfélagi. Í því sambandi er vísað til fjárfestakynningar Regins hf., dags. 10. febrúar 2021.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni er áætlað að eignarhlutur hvers eiganda um sig, þ.e. Regins hf., Haga hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. verði um 1/3 af útgefnu hlutafé. Reginn hf. og Hagar hf. munu greiða fyrir eignarhlut sinn með þróunareignum. Til þróunareigna Regins hf. teljast lóðir til uppbyggingar, eignir sem eru utan skilgreindra kjarnasvæða félagsins og aðrar eignir sem henta ekki núverandi eignasafni miðað við fyrirliggjandi fjárfestingastefnu. Samhliða fyrirhugaðri fjárfestingu Regins hf. og Haga hf. í Klasa ehf. mun Klasa ehf. verða skipt upp þannig að verkefni Klasa ehf. sem ekki teljast til þróunarverkefna færast í annað félag utan fyrirhugaðra viðskipta. Viljayfirlýsingin er með fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Áætluð verðmæti undirliggjandi fjárfestingaeigna Klasa ehf. eftir fyrirhuguð viðskipti verða um 15 ma.kr. Eiginfjárhlutfall félagsins í upphafi er áætlað um 70%.

Eðli og tilgangur fyrirhugaðra viðskipta er að Klasi ehf. þrói áfram þær fasteignir og lóðir sem Reginn hf. og Hagar hf. leggja til við kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf. Félögin hafa innan eignasafna sinna umfangsmikil og fjölmörg fasteignaþróunarverkefni sem henta betur til þróunar, uppbyggingar og sölu innan sérhæfðs fasteignaþróunarfélags. Einnig mun Klasi þróa þau verkefni sem eru áfram í félaginu. Aðilar telja að með þessu náist fram aukin verðmæti þróunareigna með þekkingu Klasa ehf. á skipulags- og fasteignaþróun.

Klasi ehf. er þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna og hefur í yfir 17 ár komið að mörgum viðamiklum fasteignaþróunarverkefnum og framkvæmdaverkefnum.

Reginn hf. er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Þrátt fyrir að fasteignaþróun hafi verið umfangsmikil innan félagsins undanfarin ár er hún ekki hluti af kjarnastarfsemi Regins hf.

Með fyrirhuguðum viðskiptum skapast ný tækifæri fyrir Reginn hf. til að styrkja fasteignasafn sitt innan nýrra kjarnasvæða, svo sem á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Borgarhöfða og Mjódd, í samræmi við sýn og stefnu félagsins.

Bent er á að Tómas Kristjánsson, stjórnarformaður Regins hf., er jafnframt annar aðaleigandi Klasa ehf. Í samræmi við ákvæði laga og starfsreglur stjórnar Regins hf. hefur Tómas ekki haft aðgang að upplýsingum vegna málsins eða tekið þátt í undirbúningi, meðferð eða ákvörðun þess innan stjórnar Regins hf.   

Ráðgjafi Regins hf. í viðskiptunum er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf.



Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri –  – S: 512 8900 / 899 6262



EN
24/09/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch