REGINN Reginn hf

Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2020

Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2020

 

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2020 var samþykktur af stjórn þann 13. ágúst 2020.

  • Rekstrartekjur námu 4.736 m.kr.
  • Leigutekjur lækka um 2,1% frá fyrra ári.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.040 m.kr. og lækkar um 6,2% frá sama tímabili í fyrra.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna,  í lok tímabils er 143.721 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu var neikvæð um 62 m.kr.
  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 95 m.kr. samanborið við 2.117 á sama tímabili í fyrra.
  • Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 1.071 m.kr. Handbært fé í lok tímabils var  3.026 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 87.107 m.kr. í lok tímabilsins. samanborið við 84.021 m.kr. í lok árs 2019.
  • Eiginfjárhlutfall er 30,5%.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,05 en var 1,16 fyrir sama tímabil í fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 30. júní sl. voru 453.

Rekstur og afkoma

Grunnrekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID-19 gætir hinsvegar í rekstrinum. Á yfirstandandi tímabili hefur verið lögð mikil vinna í aðgerðir til að lágmarka áhrif COVID-19 á rekstur félagsins. Reginn hefur haft frumkvæði að því að koma á samstarfi við leigutaka til að takast á í sameiningu við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu vegna COVID-19 faraldursins og hömlum á starfsemi leigutaka. Það samstarf mun skila félaginu og leigutökum þess ávinningi til framtíðar.

Rekstrartekjur námu 4.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 4.446 m.kr. að teknu tilliti til vísitölu er um að ræða rúmlega 4% lækkun leigutekna á milli ára. Lækkun skýrist fyrst og fremst af áhrifum í tengslum við COVID-19 og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 3.040 m.kr. sem er um 6% lægri en á sama tímabili í fyrra. 

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins er fjölbreytt og samanstendur af góðu atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Fjöldi fasteigna í lok tímabilsins var 116 og heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er um 377 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 97% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Eignasafn félagsins er að mestu óbreytt á milli tímabila

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Frávik  í virðismati eigna á tímabilinu eru fyrst og fremst tengd eignum sem leigð eru til ferðaþjónustu og óvissu vegna  áhrifa frá COVID-19. Í virðismati á eignum félagsins er gert  ráð fyrir  að tekjur í ferðatengdri starfsemi dragist verulega saman á árinu 2020 sem vara mun út árið 2021 og að innlend eftirspurn dragist saman á árinu en muni ná jafnvægi á árinu 2021. Til að mæta óvissu vegna áhrifa COVID-19 hefur áhættuálag við útreikning á ávöxtunarkröfu verið hækkað frá því sem það var um áramót og til viðbótar hafa hótel verið færð í hærri áhættuflokk. Heildar matsbreyting á fyrstu 6 mánuðum ársins var neikvæð um 62 m.kr.

Umsvif og horfur

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, vaxtaþekja 1,9 (skilyrði 1,5) og eiginfjárhlutfall 30,5% (skilyrði 25%). Í lok tímabilsins var handbært fé 3.026 m.kr. og auk þess hefur félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 5.300 m.kr.

Þrátt fyrir mikla óvissu vegna áhrifa COVID-19 eru stjórnendur félagsins nokkuð bjartsýnir á horfur framundan. Félagið greip strax til aðgerða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins í kjölfar faraldursins til að mæta greiðsluerfiðleikum viðskiptavina. Síðustu mánuði hefur félagið unnið í sértækum lausnum með þeim leigutökum sem verða fyrir mestum fjárhagslegum áhrifum vegna COVID-19. Yfirstandandi aðgerðir og sú  reynsla sem byggst hefur upp síðasta hálfa árið gefur sterkar vísbendingar um hvaða áhrifa gætir í rekstri og eignasafni félagsins. Á þeim grunni telja stjórnendur að þau uppgjör og samningar sem liggja fyrir við þá leigutaka sem aðgerðir ná til séu að ná yfir fjárhagslegt umfang aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að öll uppgjör og samningar muni liggja fyrir í endanlegri mynd um miðjan september. Í framhaldi af því þá verður birt ný áætlun fyrir árið 2020 og 2021.

Á aðalfundi félagsins 11. mars sl. var samþykkt að greiddur yrði arður til hluthafa vegna næstliðins rekstrarárs að fjárhæð 535 millj. kr. Stjórn félagsins tók þann 23. mars ákvörðun um að fresta arðgreiðsludegi frá því sem áður var tilkynnt. Í tilkynningu félagsins af þessu tilefni kom  fram að stjórn myndi ákvarða nýjan arðgreiðsludag, þó eigi síðar en 11. september 2020. Stjórn mun á næstunni boða til hluthafafundar, sem haldinn verður eigi síðar en 11. september 2020, þar sem stjórn mun leggja fram tillögu um heimild til stjórnar til hækkunar hlutafjár til að lágmarka áhrif arðgreiðslunnar á eiginfjár- og lausafjárstöðu félagsins. Nánari útfærsla tillögunnar verður kynnt í fundarboði.

Vel hefur gengið að ljúka framkvæmdum við endurskipulagningaverkefni og að koma þeim í tekjuhæft ástand.  Félagið hefur í sumar afhent leigurými að Bæjarlind 1-3 vegna Geðheilsuteymi Suðurs,  Miðhrauni 4 vegna Distica, Skútuvogi 2 vegna tveggja leigutaka sem og Miðhellu 2 og Miðhrauni 15.  Stærsta endurskipulagningaverkefni sem nú er í gangi hjá félaginu er í Suðurhrauni 3 vegna höfuðstöðva Vegagerðar ríkisins. Á Hafnartorgi opnaði nýlega Reðasafnið, veitingastaðirnir Maikai Reykjavík og Ice + Fries Bionic Bar.

Skuldabréfaútgáfa

Í lok júní lauk Reginn fasteignafélag fyrst íslenskra fasteignafélaga, sölu á grænum skuldabréfum. Reginn varð þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta skráða félagið á íslenskum hlutabréfamarkaði til að gefa út slík bréf.

Skuldabréfaflokkurinn, REGINN50 GB, sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins, er verðtryggður til 30 ára og voru 5 milljarðar að nafnvirði seldir í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skuldabréfin voru seld á kröfunni 2,477% vexti og voru seld á pari og uppgjör fór fram þann 27. júlí sl. Skuldabréfin voru tekin til viðskipta þann 6. ágúst sl. á markaði Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf en fyrirhugað er að flokkurinn verði stækkaður á komandi árum. Fjármunirnir voru nýttir til uppgreiðslu óhagstæðara láns og til að styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt sértæku tryggingarfyrirkomulagi með veði í Hagasmára 1 (Smáralind). Þar til tryggingarbréf flokksins verður komið á fyrsta veðrétt greiðir Reginn 0,5% (50 punkta) vaxtaauka, en Reginn áformar að endurfjármagna aðrar áhvílandi skuldir á næstu sex mánuðum.

Reginn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni í sínum rekstri sem endurspeglast í metnaðarfullri sjálfbærnistefnu félagsins. Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna / endurfjármagna umhverfisvænar fjárfestingar, umhverfisvottaðar fasteignir og önnur verkefni sem samræmast umgjörð félagsins um græna fjármögnun (Green Financing Framework).

Lykilþáttur í vegferð Regins í umhverfismálum var alþjóðleg umhverfisvottun Smáralindar í desember síðastliðnum, en Smáralind er fyrsta fasteignin á Íslandi sem hlýtur hina alþjóðlegu BREEAM In-Use umhverfisvottun. Félagið ætlar sér að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur.

Með tilkomu 70 ma.kr. útgáfuramma 2017 skapaðist tækifæri til að nýta eignasafn félagsins til fjölbreyttrar fjármögnunar sem tekur mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Útgáfa grænna skuldabréfa undir útgáfurammanum eykur enn á fjölbreytni í útgáfu félagsins.

Í dag er rúmur helmingur lánasafns félagsins uppgreiðanlegur innan árs og gefa kjörin á græna skuldabréfinu, sem eru þau bestu sem Reginn hefur fengið frá upphafi, fyrirheit um lækkun fjármagnskostnaðar félagsins til framtíðar.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu uppgjörs boðar Reginn til rafræns kynningarfundar föstudaginn 14. ágúst, kl. 08:30. Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna uppgjör fyrstu sex mánaða ársins 2020. Hafi aðilar spurningar varðandi uppgjörið eða kynninguna er hægt að senda fyrirspurn á  fyrir fundinn og meðan á kynningu stendur sem svarað verður að kynningu lokinni.

Fundinum verður varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins og kynningargögn á

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262

Viðhengi

EN
13/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch